Bjarni fundar með stjórn FES

Bjarni Benediktsson fundaði með stjórn Félags eldri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til félagsins var stofnað á síðasta ári og er hlutverk þess að vinna að hagsmunum eldri borgara, taka þátt í stefnumótun flokksins í málefnum þeirra sem og að miðla stefnu flokksins.  Á fundinn mætti fullskipuð stjórn FES og voru mál eldri borgara og Sjálfstæðisflokksins rædd.  Fjörugar umræður sköpuðust um málefni eldri borgara og meðal þess sem bara á góma voru lífeyrismál, húsnæðismál, heilbrigðis- og velferðarmál, vedtir og verðbólga, málefni hælisleitenda og hjúkrunarheimili. Stjórn FES fór yfir áform sín, stefnumál og viðburði næstu mánaða.