Minnisblað fyrir vorþing

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Næstu alþing­is­kosn­ing­ar verða í síðasta lagi í sept­em­ber á kom­andi ári. Rík­is­stjórn­in hef­ur í mesta lagi tutt­ugu mánuði til „að stuðla að um­hverfi lágra vaxta, hóf­legr­ar verðbólgu og góðu sam­ráði við aðila vinnu­markaðar­ins til að stuðla að nauðsyn­legu sam­spili þess­ara þátta“, eins og seg­ir í stjórn­arsátt­mála. Um leið þarf að leysa risa­vaxið verk­efni vegna Grinda­vík­ur, á for­send­um íbú­anna sjálfra. Fyrstu skref­in sem tek­in hafa verið und­ir styrkri for­ystu Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðherra gefa ástæðu til að ætla að haldið verði á mál­um af festu. Öllum má hins veg­ar vera ljóst, ekki síst þeim sem sitja í rík­is­stjórn, að áfallið vegna Grinda­vík­ur er þungt og hef­ur áhrif á getu rík­is­ins til að hrinda í fram­kvæmd ýms­um verk­efn­um sem hafa verið á teikni­borðinu. End­ur­skoða þarf fjár­mála­áætl­un, leggja til hliðar eða hætta við áform á ýms­um sviðum. Bol­magn rík­is­sjóðs til að liðka fyr­ir kjara­samn­ing­um er ekki það sama og fyr­ir ham­far­irn­ar.

En á sama tíma og rík­is­stjórn­in tekst á við eft­ir­mál jarðskjálfta og eld­gosa verður ekki hjá því kom­ist að kljást við önn­ur viðfangs­efni, allt frá orku­mál­um til hagræðing­ar í op­in­ber­um rekstri.

Fyr­ir þá sem sitja í rík­is­stjórn eða veita henni stuðning er nauðsyn­legt að hafa skýra sýn á það sem mestu skipt­ir. Hafa fast­mótaðar hug­mynd­ir um hvert skuli stefna, hafa hæfi­leik­ann til að greina aðal­atriði frá auka­atriðum, þor til að taka erfiðar ákv­arðanir. Vera með það á hreinu til hvers er setið í rík­is­stjórn og til hvers kjós­end­ur og stuðnings­menn ætl­ast.

Forskrift­in er skýr

Er­indi okk­ar sem skip­um þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins er ágæt­lega skýrt. Forskrift­ina gefa lands- og flokks­ráðsfund­ir. Und­ir lok ág­úst á liðnu ári var hald­inn fjöl­menn­ur flokks­ráðsfund­ur okk­ar Sjálf­stæðismanna. Þar var samþykkt ít­ar­leg stjórn­mála­álykt­un – eins kon­ar minn­is- og verk­efna­blað fyr­ir þing­menn og ráðherra flokks­ins. Og það er ætl­ast til að ár­ang­ur ná­ist ekki síst í að:

• stór­auka græna orku­fram­leiðslu og byggja und­ir orku­skipti

• verja vernd­ar­kerfi flótta­manna og koma bönd­um á kostnað

• end­ur­skoða sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins

• efla lög­gæslu og bar­áttu gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og hryðju­verka­ógn

• styrkja embætti rík­is­sátta­semj­ara

• stuðla að efna­hags­leg­um stöðug­leika og lækk­un verðbólgu með aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um þar sem út­gjöld verði ekki auk­in

• auka hagræðingu með fækk­un stofn­ana, sölu rík­is­fyr­ir­tækja og fjár­fest­ingu í sta­f­rænni stjórn­sýslu

Verk­efn­in sem flokks­ráðsfund­ur­inn fól þing­flokki eru fleiri, s.s. á sviði hús­næðismála þar sem nauðsyn­legt er að stjórn­völd fari í mark­viss­ar aðgerðir til að auðvelda og efla hús­næðis­upp­bygg­ingu til að vinna gegn fram­boðsskorti. Hús­næðisstuðning rík­is­ins á að stokka upp svo hann nýt­ist með mark­viss­ari hætti þeim sem helst þurfa. Og þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa ekki umboð flokks­ráðs til að samþykkja að aukn­ar skorður séu sett­ar „við samn­ings­frelsi leigu­taka og leigu­sala sem get­ur aukið skort á góðu leigu­hús­næði og hækkað húsa­leigu til lengri tíma“.

Áhersl­an á orku­mál­in á ekki að koma á óvart enda í genum okk­ar Sjálf­stæðismanna að tryggja nauðsyn­lega orku fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki. Næg orka er for­senda auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar og bættra lífs­kjara. „Taf­ar­laust þarf að stór­auka fram­leiðslu grænn­ar orku,“ seg­ir í stjórn­mála­álykt­un­inni. Bent er á hve mik­il­vægt er að treysta flutn­ings­kerfi raf­orku, end­ur­skoða lög um ramm­a­áætl­un og ein­falda reglu­verk og stjórn­sýslu tengda grænni orku­vinnslu.

Fram­gang­ur stefnu­mála

Í álykt­un flokks­ráðs er lögð áhersla á að inn­flytj­end­ur auðgi ís­lenska menn­ingu og efna­hag. Auðvelda verði inn­flytj­end­um að aðlag­ast ís­lensku sam­fé­lagi og tungu­máli. Vernd­ar­kerfi flótta­manna sé hins veg­ar ógnað í kjöl­far mik­ill­ar fjölg­un­ar um­sókna um alþjóðlega vernd sem hef­ur aukið veru­lega álag á sveit­ar­fé­lög og sam­fé­lags­lega innviði. Styrkja verði und­ir­stöður vernd­ar­kerf­is­ins með laga­breyt­ing­um að fyr­ir­mynd annarra Norður­landa, stytta og ein­falda alla ferla: „Þeim sem ekki fá alþjóðlega vernd skal gert að yf­ir­gefa landið eins fljótt og auðið er eft­ir að niðurstaða í þeirra mál­um ligg­ur fyr­ir lög­um sam­kvæmt. Þeir sem ekki eiga sam­vinnu við yf­ir­völd skulu sæta vist­un í bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um þar til hægt er að brott­vísa af land­inu.“

Þetta verður ekki skýr­ara og sama má segja um lög­gæslu. Fjölga á lög­reglu­mönn­um og vinna með mark­viss­um hætti gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og hryðju­verka­ógn. Auka á heim­ild­ir lög­regl­unn­ar til að bregðast við breytt­um veru­leika sem ógn­ar þjóðarör­yggi og tryggja ör­yggi lög­gæslu­manna. Sam­hliða sé eft­ir­lit með störf­um lög­regl­unn­ar eflt og rétt­indi ein­stak­linga tryggð.

Að gefnu til­efni er nauðsyn­legt að birta orðrétt það sem flokks­ráðsfund­ur­inn samþykkti um rík­is­fjár­mál og skatta:

„Skatt­kerf­is­breyt­ing­ar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur haft for­ystu um á síðustu tíu árum hafa fyrst og fremst miðað að því að ein­falda skatt­kerfið, létta byrðar launa­fólks og auka kaup­mátt, styrkja af­komu fyr­ir­tækja, hvetja þau til fjár­fest­inga og byggja und­ir ný­sköp­un og þróun. Halda verður áfram á sömu braut og huga sér­stak­lega að barna­fjöl­skyld­um, m.a. með breyt­ing­um á barna­bóta­kerf­inu og hækk­un há­marks­greiðslu í fæðing­ar­or­lofi. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn leggst al­farið gegn frek­ari álög­um á fólk og fyr­ir­tæki.“

Grunn­ur að ár­angri rík­is­stjórn­ar­inn­ar það sem eft­ir lif­ir kjör­tíma­bils­ins verður lagður á yf­ir­stand­andi vorþingi. Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins er með minn­is­blað frá flokks­ráði sem mót­ar allt starf þing­manna og ráðherra á kom­andi mánuðum. Fram­gang­ur helstu stefnu­mála er for­senda fyr­ir þátt­töku í rík­is­stjórn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. janúar 2024.