Kosningu Varðar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík til miðstjórnar lauk í dag. Kosningin stóð yfir 24. – 25. janúar.
Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kjör í miðstjórn.
Auk þeirra voru í kjöri Elsa B. Valsdóttir og Magnús Þór Gylfason sem hlutu kjör varamanna.
Alls kusu 352. Gild atkvæði voru 351. Auðir og ógildir seðlar voru 1.