Staðan í orkumálum – upptaka af opnum fundi

Málfundafélagið Óðinn stóð fyrir opnum fundi um orkumál í Valhöll á fimmtudagskvöld undir yfirskriftinni Áskoranir í orkuskiptum. Á fundinum héldu framsögur þeir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Andri Snær Magnason rithöfundur. Fundarstjóri var Guðný Halldórsdóttir stjórnarmaður í Óðni.

Voru orkumálin rædd frá ýmsum sjónarhornum, hvaða áskoranir við stæðum frammi fyrir í orkumálum almennt, hvort við værum klár í orkuskiptin og ef ekki hvað þurfi til ásamt ýmsu fleiru.

Upptöku af fundinum má nálgast hér fyrir neðan.