Skyldur okkar við Grindvíkinga

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Í upp­hafi árs virt­ist mik­il­væg­asta verk­efni okk­ar vera skýrt – ekki ein­falt, en óum­deilt í hug­um flestra. Að ná tök­um á verðbólgu og skapa þar með for­send­ur fyr­ir veru­legri lækk­un vaxta. Með því væri byggt und­ir veru­leg­ar kjara­bæt­ur launa­fólks og rekstr­ar­grunn­ur fyr­ir­tækja styrkt­ur. Tónn­inn sem aðilar vinnu­markaðar­ins höfðu slegið fyr­ir ára­mót gaf til­efni til bjart­sýni. For­ysta verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins var og er sam­stiga í að tryggja stöðug­leika, lægri verðbólgu og lægri vexti. Skila­boðin hafa verið skýr: Til að mark­miðið ná­ist „verða all­ir aðilar vinnu­markaðar­ins, fyr­ir­tæki lands­ins, ríki og sveit­ar­fé­lög, að leggj­ast á eitt og get­ur eng­inn skor­ast und­an ábyrgð.“

En svo minntu nátt­úru­öfl­in enn og aft­ur á sig síðastliðinn sunnu­dag. Við feng­um í fangið eina stærstu áskor­un sem við sem þjóð höf­um staðið frammi fyr­ir síðustu ára­tugi. Framtíð eins glæsi­leg­asta sveit­ar­fé­lags lands­ins er ógnað með al­var­legri hætti en við höf­um fengið að kynn­ast frá eld­gos­inu í Vest­manna­eyj­um 1973. All­ir Íslend­ing­ar horfðu agndofa á krafta nátt­úr­unn­ar þegar eld­gíg­ur opnaðist inn­an bæj­ar­marka Grinda­vík­ur og hraun lagði und­ir sig nokk­ur hús.

Breytt­ur veru­leiki

Öll ber­um við þá von í brjósti að hægt verði að end­ur­byggja Grinda­vík – þetta blóm­lega, kröft­uga og skemmti­lega sam­fé­lag. En þótt nauðsyn­legt sé að halda í von­ina verður raun­sæi að ráða, ekki síst þegar kem­ur að stuðningsaðgerðum rík­is­ins við íbúa og fyr­ir­tæki. Það blas­ir við að lang­ur tími mun líða þangað til óhætt verður talið fyr­ir Grind­vík­inga að snúa aft­ur heim. Þeir voru rifn­ir upp með rót­um 10. nóv­em­ber þegar þeim var gert að yf­ir­gefa heim­ili sín eft­ir mikla jarðskjálfta og eigna­tjón. Þrátt fyr­ir eld­gos við Sund­hnúks­gíga 18. des­em­ber voru marg­ir ágæt­lega bjart­sýn­ir á að stutt væri í að hægt yrði að snúa aft­ur heim og tölu­verður hóp­ur Grind­vík­inga hélt jól­in í bæn­um góða. Sú bjart­sýni hvarf síðasta sunnu­dag.

Jarðvís­inda­menn telja að nýtt skeið sé hafið með til­heyr­andi jarðhrær­ing­um á Reykja­nesskaga. Við þurf­um að laga okk­ur að nýj­um veru­leika, búa okk­ur und­ir að kljást við nátt­úru­öfl­in, reisa varn­ar­mann­virki þar sem hægt er en einnig þróa byggðina á Reykja­nesi og á höfuðborg­ar­svæðinu með öðrum hætti en við töld­um óhætt að gera. Þetta er verk­efni sem Íslend­ing­ar kom­ast ekki und­an og það verður ekki leyst nema í sam­vinnu íbúa, sveit­ar­fé­laga, rík­is­ins og vís­inda­manna. Og það mun taka mörg ár.

Upp­kaup á íbúðum

Ljóst er að eigna­tjón í Grinda­vík er gríðarlegt. Eigna­tjón er hægt að bæta en að yf­ir­vinna and­legt áfall er erfiðara. Það verður ekki gert í ein­rúmi held­ur með aðstoð vina, vanda­manna og sér­fræðinga. Nag­andi óvissa um framtíðina fer illa með okk­ur öll. Grind­vík­ing­ar vita ekk­ert hvað framtíðin ber í skauti sér – hvenær og hvort þeir geta snúið aft­ur til síns heima. Ein­hverj­ir hafa þegar tekið ákvörðun um koma ekki aft­ur til baka. Slíka ákvörðun ber að virða og allt barna­fólk hef­ur á henni skiln­ing.

Von­in og trú­in er sterk­asta afl okk­ar í glím­unni við erfiðleika. Stjórn­völd­um og Alþingi ber skylda til þess að veita Grind­vík­ing­um von og styrkja trú þeirra á framtíðinni. Gefa þeim tæki­færi til að ráða ör­lög­um sín­um – taka sjálf­stæða ákvörðun án þving­ana. Bolt­inn er hjá rík­is­stjórn og Alþingi.

Ríkið á að bjóðast til að kaupa allt íbúðar­hús­næði í Grinda­vík fyr­ir utan það sem Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing hef­ur dæmt ónýtt og mun því bæta. Um leið verði eig­end­um veitt­ur for­kaups­rétt­ur að eign­um sín­um, þannig að þeir geti gengið að þeim vís­um þegar óvissu­ástandi lýk­ur og þeir ákveða að snúa aft­ur heim.

Það er rétt hjá fé­laga mín­um og vini, Vil­hjálmi Árna­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, að með upp­kaup­um fá Grind­vík­ing­ar nauðsyn­legt svig­rúm, jafnt and­legt sem fjár­hags­legt. Þeir fá tæki­færi til að taka ákvörðun til skemmri og lengri tíma til að koma lífi fjöl­skyld­unn­ar í fast­ari skorður, á eig­in for­send­um en ekki sam­kvæmt forskrift hins op­in­bera. Slíkt er í takt við eðli Grind­vík­inga sem vilja standa á eig­in fót­um, skapa sér eig­in framtíð. Skap­gerð Grind­vík­inga mótaði eitt blóm­leg­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins.

Það dýr­mæt­asta

Fjór­um dög­um eft­ir að eld­gos hófst í Vest­manna­eyj­um í janú­ar 1973 var minnt á það í Reykja­vík­ur­bréfi Morg­un­blaðsins að ná­býlið við eld­inn hafi gert það að verk­um að menn æðrast ekki þótt hann bæri á sér. Íslend­ing­ar þekki ógn­ir hans en treysti á mildi:

„Áreiðan­lega hyggj­ast flest­ir eða all­ir Vest­manna­ey­ing­ar snúa til baka til heim­kynna sinna, er mesta hætt­an er hjá liðin. Kannski eiga fleiri hús Vest­manna­ey­inga eft­ir að verða eld­in­um að bráð, og hvað ger­um við þá? Lík­leg­ast er að flest­ir hugsi eitt­hvað á þenn­an veg: Fyr­ir hvert eitt hús, sem und­ir hrauni kann að lenda, byggj­um við tvö. Þegar Hekla gaus sein­ast spurði ein­hver: Hvað ger­um við, ef Búr­fells­virkj­un fer? Svarið var ein­falt. Við byggj­um hana aft­ur og Aust­fjarðavirkj­un líka.

Við byggj­um þetta land og get­um hvergi ann­ars staðar hugsað okk­ur að lifa líf­inu. Landið lif­ir líka, og þá staðreynd harm­ar eng­inn Íslend­ing­ur. Sam­býlið get­ur verið erfitt á stund­um, en þá erfiðleika kjós­um við okk­ur, því að þeir eru til að sigr­ast á þeim.“

Nátt­úru­ham­far­irn­ar í og við Grinda­vík minna okk­ur á hvað er dýr­mæt­ast í líf­inu; fjöl­skyld­an, vin­irn­ir og sam­fé­lagið sem við lif­um í. Flest annað verður auka­atriði. Hvernig við sem þjóð stönd­um við bakið á Grind­vík­ing­um, jafnt fjár­hags­lega sem and­lega, verður próf­steinn á það sam­fé­lag sem við Íslend­ing­ar höf­um byggt upp. Við höf­um verið hreyk­in af því að til­heyra sam­fé­lagi sem veit­ir styrk og aðstoð eft­ir megni þegar erfiðleik­ar eða hörm­ung­ar ríða yfir. Það er skylda okk­ar að sýna Grind­vík­ing­um það í verki.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. janúar 2024.