Grunnur betri lífskjara

Óli Björn Kárason, alþingismaður:

Tónn­inn sem sleg­inn hef­ur verið af aðilum vinnu­markaðar­ins síðustu vik­urn­ar gef­ur til­efni til tölu­verðrar bjart­sýni um að hægt sé að ná raun­hæf­um kjara­samn­ing­um til langs tíma sem verja kaup­mátt og leggja grunn að betri lífs­kjör­um á kom­andi árum. Það yrði ekki ónýt ný­árs­gjöf til launa­fólks og fyr­ir­tækja. Með slík­um samn­ing­um mun raun­veru­leg­ur ár­ang­ur nást í bar­átt­unni við verðbólgu og tryggja veru­lega lækk­un vaxta. Fátt skipt­ir launa­fólk meira máli. Og fátt bygg­ir bet­ur und­ir auk­inn kaup­mátt til lengri tíma.

Síðasta fimmtu­dag liðins árs komu aðilar vinnu­markaðar­ins sam­an á fundi í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara. Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu seg­ir: „Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og breiðfylk­ing lands­sam­banda og stærstu stétt­ar­fé­laga á al­menna vinnu­markaðnum hafa tekið hönd­um sam­an um gerð lang­tíma­kjara­samn­inga sem auka fyr­ir­sjá­an­leika og stöðug­leika í efna­hags­líf­inu.“ Þá er bent á að eitt mik­il­væg­asta verk­efnið í kom­andi kjaraviðræðum sé að ná niður mik­illi verðbólgu og háu vaxta­stigi og til „að það mark­mið ná­ist verða all­ir aðilar vinnu­markaðar­ins, fyr­ir­tæki lands­ins, ríki og sveit­ar­fé­lög, að leggj­ast á eitt og get­ur eng­inn skor­ast und­an ábyrgð“. Í fram­haldi af yf­ir­lýs­ing­unni samþykkti stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins áskor­un til aðild­ar­fé­laga sinna, annarra fyr­ir­tækja lands­ins, rík­is og sveit­ar­fé­laga um að styðja við sam­eig­in­leg samn­ings­mark­mið nýrra kjara­samn­inga með því að halda aft­ur af verðhækk­un­um og launa­skriði eins og unnt er. Þessa áskor­un ber öll­um að taka al­var­lega.

For­send­ur lægri vaxta

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri tel­ur að tak­ist aðilum vinnu­markaðar­ins ætl­un­ar­verk sitt muni ár­ang­ur nást í bar­átt­unni við verðbólg­una. Þar með lækki vext­ir fljót­lega. Í viðtali við mbl.is benti seðlabanka­stjóri á að sag­an sýni að sátt á vinnu­markaði sé lyk­ill­inn að verðstöðuleika. Það eigi t.d. við um þjóðarsátt­ina árið 1990. „Kjara­bæt­ur fólks koma ekki bara í gegn­um nafn­launa­hækk­an­ir held­ur með því að horfa á heild­ar­mynd­ina. Kaup­mátt­ur get­ur aðeins vaxið í smá­um en þétt­um skref­um, á grund­velli stöðug­leika og vax­andi fram­leiðni – verðmæta­sköp­un.“

Jón Bjarki Bents­son aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka met­ur stöðuna með svipuðum hætti í viðtali við Dag­mál Morg­un­blaðsins í lok síðasta árs. Verði samið um 4-5% launa­hækk­an­ir séu lík­ur á því að 2,5% verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans ná­ist að ári eða snemma á ár­inu 2025. Verðbólgu­vænt­ing­ar myndu hjaðna og vaxta­stig lækka hraðar en áður hef­ur verið reiknað með. Þannig verði til grunn­ur und­ir betri lífs­kjör hér á landi.

Það er barna­skap­ur að ætla að rík­is­valdið fái frítt spil í kom­andi kjara­samn­ing­um. Jafnt ríki og sveit­ar­fé­lög geta leikið lyk­il­hlut­verk í að tryggja að skyn­sam­leg­ir lang­tíma­samn­ing­ar ná­ist milli aðila vinnu­markaðar­ins. Þótt ég hafi aldrei verið hrif­inn af því að hið op­in­bera komi með bein­um hætti að lausn deilna á vinnu­markaði er frá­leitt annað en huga að því með hvaða hætti slík aðkoma geti verið.

Skyn­sam­leg­asta kraf­an

Kraf­an verður ör­ugg­lega há­vær um að auka bóta- og milli­færslu­kerfið, ekki síst með hækk­un barna- og vaxta­bóta og hús­næðis­bóta. Skyn­sam­legt svar rík­is­stjórn­ar­inn­ar við slík­um kröf­um er að leggja fram áætl­un um veru­lega lækk­un lægsta þreps tekju­skatts­ins. Fátt kem­ur þeim sem lægri laun­in hafa bet­ur en lækk­un tekju­skatts fyr­ir utan lækk­un út­svars.

Svo það sé sagt enn og aft­ur: Skyn­sam­leg­asta kraf­an sem sam­tök launa­fólks geta lagt fram gagn­vart rík­is­vald­inu – rík­is­stjórn þriggja flokka – er að mörkuð verði lang­tíma­stefna í rík­is­fjár­mál­um, sem taki mið af því að auk­inn hluti hag­vaxt­ar verði eft­ir í vös­um launa­fólks. Að launa­hækk­an­ir verði ekki étn­ar upp á kom­andi árum með hækk­un skatta og gjalda líkt og sum­ir stjórn­mála­flokk­ar hóta kom­ist þeir til valda. Að sá stöðug­leiki sem tek­ist gæti með nýrri þjóðarsátt verði ekki nýtt­ur til að stækka sneið hins op­in­bera af þjóðar­kök­unni held­ur til að tryggja að auk­in verðmæti verði eft­ir í vös­um launa­fólks.

Hitt er rétt að lífs­kjör launa­fólks ráðast ekki aðeins af því hversu marg­ar krón­ur eru eft­ir í launaum­slag­inu eft­ir að skatt­ar og gjöld hafa verið greidd. Vext­ir og verðbólga skipta miklu en það vill oft gleym­ast að lífs­kjör­in ráðast einnig af því hvernig til tekst við alla stjórn­sýslu hins op­in­bera – hversu hag­kvæm og góð þjón­ust­an er.

Þegar sveit­ar­fé­lög­in tryggja ekki nægj­an­legt fram­boð af lóðum und­ir íbúðir finn­ur launa­fólk harka­lega fyr­ir því í formi hærra íbúðaverðs og -leigu, hærri verðbólgu og vaxta. Þegar leik­skóla­mál eru í ólestri greiða ung­ir for­eldr­ar kostnaðinn, sam­fé­lagið allt verður fyr­ir tjóni og jafn­rétti á vinnu­markaði er ógnað. Þegar grunn­skól­inn nær ekki að tryggja að nem­end­ur nái grunn­færni í lestri og stærðfræði er grafið und­an öfl­ug­asta verk­fær­inu til að tryggja öll­um jöfn tæki­færi. Þegar skipu­lag heil­brigðisþjón­ust­unn­ar tek­ur frem­ur mið af þörf­um kerf­is­ins en þörf­um þeirra sem á þjón­ust­unni þurfa að halda er byggt und­ir tvö­falt heil­brigðis­kerfi. Þegar stjórn­kerfi hins op­in­bera legg­ur steina í göt­ur fyr­ir­tækja gef­ast frum­kvöðlar upp. Þegar komið er í veg fyr­ir skyn­sam­lega nýt­ingu grænna orku­kosta er ekki aðeins orku­ör­yggi heim­ila og fyr­ir­tækja ógnað, held­ur nýj­um tæki­fær­um til auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar og bættra lífs­kjara fórnað.

Skyn­sam­leg­ir kjara­samn­ing­ar eru mik­il­væg­ir en duga því ekki ein­ir og sér til að tryggja stöðug­leika og bætt­an hag alls al­menn­ings. Það hef­ur bein áhrif á lífs­kjör okk­ar allra hvernig ríkið og sveit­ar­fé­lög­in standa að verki. Hvernig farið er með op­in­bera fjár­muni og eign­ir er spurn­ing um lífs­kjör og lífs­gæði, ekki síður en hvað verður eft­ir í launaum­slag­inu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 3. janúar 2024.