Síðan Grindavík var rýmd 10. nóvember síðastliðin hafa Grindvíkingar staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum ekki síst varðandi húsnæði. Eitt af þeim úrræðum sem ríkisstjórnin hafði áður samþykkt er leigustyrkur sem Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður hefur tekið upp á sína arma og barist fyrir. Leigustyrkur átti að gilda út febrúar. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að framlengja styrkinn út veturinn og tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra það fyrr í dag.
„Fyrirsjáanleiki er það sem Grindvíkingar hafa verið að kalla mest eftir á þessum óvissutímum til að getað búið til fastan punkt í sínu lífi á meðan þetta gengur yfir. Ég hef því talað undanfarið fyrir því að úrræði eins og framlenging leigustyrks út skólaárið sé einn liður í að auk fyrirsjánaleika.,“ segir Vilhjálmur Árnason um ákvörðun ríkisstjórnarinnar.