“Við höfum fylgst náið með jarðhræringum á svæðinu síðustu misseri og ef ég er alveg hreinskilinn þá hafði ég trú á því að Grindvíkingar gætu farið að snúa heim,” sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra í viðtali við Sky News nú rétt í þessu.
Í viðtalinu ræddi Bjarni einnig um varnargarðana, mikilvægi þess að flugvöllurinn haldist enn opinn og að bæði Grindavík og Svartsengi séu ekki í hættu a.m.k. enn sem komið er. Sjáðu viðtalið í heild sinni hér.