Fjölmennt var á fyrstu ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðismál undir yfirskriftinni Skýrari sýn í heilbrigðismálum í Valhöll þriðjudaginn 12. desember.
Frummælendur voru Davíð O. Arnar yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, Elsa B. Valsdóttir skurðlæknir og lektor við HÍ og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Farið var yfir ýmsar þær áskoranir sem heilbrigðiskerfið og þar með stjórnmálin standa fyrir varðandi heilbrigðismál. Á fundinum var einnig rætt hvernig auka megi skilvirkni í núverandi kerfi með áherslu á betri þjónustu við sjúklinga. Hvernig nýjar nálganir í innleiðingu á ýmsum tæknilausnum geti aukið skilvirkni, mögulegar leiðir til að fjölga nemum í heilbrigðisvísindum og hvernig fjölgun sérnámslækna geti bætt heilbrigðisþjónustu.
Að erindum loknum sköpuðust góðar og líflegar umræður.
Óli Björn Kárason þingmaður stýrði fundi.
Fundinum var jafnframt streymt þar sem fjöldi fólks fylgdist með í beinni.
Hægt er að nálgast upptöku frá fundinum hér.