Skrílslæti á afmælisfundi mannréttindasáttmála

Hópur fólks skvetti rauðu glimmeri á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag á hátíðarfundi í Veröld, húsi Vigdísar. Bjarni var þar mættur til að flytja lokaávarp á fundi sem haldinn var í tilefni af 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.

Hópurinn var mættur á staðinn til að krefjast þess að Ísland myndi slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og setja viðskiptabann á ríkið skv. því sem stóð á borðum sem fólkið hélt á.

„Mér finnst rétt­ur fólks til þess að mót­mæla vera ákveðin grund­vall­ar­mann­rétt­indi, sem ég mun alltaf verja, en mér finnst ekki fara vel á því að fólk yf­ir­taki viðburði, sem að til dæm­is í þessu til­viki átti að fjalla um mann­rétt­inda­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna og 75 ára af­mæli þeirr­ar yf­ir­lýs­ing­ar. Al­mennt finnst mér bara gott að fólk tali sam­an og öskri ekki á hvert annað,“ sagði Bjarni í viðtali við mbl.is – sjá nánar hér.

Fundurinn leystist upp í kjölfarið atviksins.

Bjarna varð ekki meint af atvikinu en nær fordæmalaust er að ráðist sé að ráðamönnum þjóðarinnar með þessum hætti.