Skýrari sýn í heilbrigðismálum

Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir ráðstefnu um heilbrigðismál í Valhöll þriðjudaginn 12. desember kl. 16:30-18:00 undir yfirskriftinni Skýrari sýn í heilbrigðismálum.

Framsögur flytja: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Davíð O. Arnar yfirlæknir og Elsa B. Valsdóttir skurðlæknir og lektor við HÍ. Fundarstjóri verður Óli Björn Kárason alþingismaður. Að framsögum loknum verða pallborðsumræður með þátttöku úr sal.

Á ráðstefnunni verður m.a. rætt hvernig auka megi skilvirkni í núverandi kerfi með áherslu á betri þjónustu við sjúklinga, rætt um nýja nálgun í innleiðingu á ýmsum tæknilausnum sem t.a.m. íslensk nýsköpunarfyrirtæki eru að þróa og selja úr landi en hafa ekki allar verið innleiddar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Oft lausnir sem leiða til meiri nákvæmni í greiningum, stytta bið og bæta þjónustu við sjúklinga. Þá verður einnig m.a. komið inn á mögulegar leiðir til að fjölga nemum í heilbrigðisvísindum og hvernig fjölgun sérnámslækna gæti bætt heilbrigðisþjónustuna.

Fundurinn er öllum opinn.