Fullvalda farsæl þjóð

Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Landið okk­ar varð eitt af þeim far­sæl­ustu í heimi með því að gefa fram­taks­sömu fólki frelsi til at­hafna sam­fé­lag­inu öllu til heilla. Lífs­kjör hér eru með þeim bestu sem þekkj­ast á byggðu bóli og af­koma hins op­in­bera er gríðarlega sterk í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.

Hin snúna efna­hags­staða okk­ar í dag á sér ræt­ur í heims­far­aldri, sótt­varnaaðgerðum og hökti í fram­leiðslu­keðjum. Verðhækk­an­ir í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu bættu svo ekki úr skák. Eft­ir­spurn í hag­kerf­inu olli svo verðbólgu og háum vöxt­um. Stærsta verk­efni sam­fé­lags­ins í dag til að verja lífs­kjör­in er því að ná niður verðbólg­unni og þar með vaxta­stig­inu. Það er ein­vörðungu hægt með sam­hentu átaki Seðlabank­ans, stjórn­valda og aðila vinnu­markaðar­ins.

Stjórn­völd hafa það hlut­verk í því sam­spili að passa upp á að rík­is­fjár­mál­in styðji við pen­inga­stefn­una með ábyrg­um fjár­lög­um þar sem hægt er á vexti út­gjalda.

Þó við þekkj­um ill­viðráðan­leg­ar ræt­ur verðbólg­unn­ar er inn­lend­ur áhrifa­vald­ur henn­ar eitt­hvað sem við get­um haft stjórn á. Í Pen­inga­mál­um Seðlabank­ans sem komu út ný­lega nefn­ir bank­inn að kjaraviðræður vetr­ar­ins séu veiga­mesti inn­lendi áhættuþátt­ur hvað verðbólg­una varðar. Aðilar vinnu­markaðar­ins hafa því mikið og mik­il­vægt verk fyr­ir hönd­um. En við þurf­um einnig að bæta um­hverfi vinnu­markaðar­ins svo um verk­efni kjara­samn­inga sé skýr­ari rammi. Nær­tækt er að horfa til hinna nor­rænu land­anna sem skoða fyrst hvað er til skipt­anna áður en því er skipt.

Svo launa­fólk fái sem mest fyr­ir sinn snúð skipt­ir öllu máli að laun hækki í takt við fram­leiðni­vöxt í land­inu en hækki ekki um­fram hann með fyr­ir­sjá­an­leg­um af­leiðing­um; hækk­un­um verðlags og launa eins og við þekkj­um of vel úr sög­unni. Þar væri komið tól sem myndi stuðla að betri af­komu launa­fólks og stöðug­leika á vinnu­markaði sem myndi draga úr ósætti um mála­flokk­inn.

Sum­ir hafa sagt að eina leiðin til að ná efna­hags­legri ró sé að taka upp gjald­miðil Evr­ópu­sam­bands­ins. Ég tel ljóst að hags­mun­um Íslands er og verður bet­ur borgið utan þess sam­bands. Þar fyr­ir utan mun það engu skila ef laun hækka um­fram það sem inni­stæða er fyr­ir á óbreytt­um vinnu­markaði. Það væri eins og að rjúka út og kaupa nýja elda­vél því kvöld­mat­ur­inn brann í stað þess að lækka ein­fald­lega á hell­unni.

Á full­veld­is­dag­inn er við hæfi að við brýn­um þá ein­földu staðreynd að við börðumst fyr­ir full­veldi okk­ar og höf­um æ síðan verið stolt og hnar­reist þjóð. Það gerðist ekki af sjálfu sér. Okk­ur ber skylda til að tryggja að svo megi áfram vera með því að hafa í há­veg­um grunn­gildi sem mótuðu sam­fé­lagið okk­ar í stað þess að koll­varpa þeim. Við höf­um all­an efniviðinn. En rétt­ar ákv­arðanir eru for­senda þess að við vinn­um það besta úr efniviðnum til að vera áfram eitt far­sæl­asta sam­fé­lag heims.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. desember 2023.