Þórdís Kolbrún á fundi evrópskra hægriflokka

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins var einn af aðalræðumönnum á stefnumörkunarráðstefnu EPP (European People’s Party) í Brussel á þriðjudag þar sem umræðuefni var hvernig lýðræðisríki geti unnið saman í heimi vaxandi ógnar sem stafar af andlýðræði og ógnarstjórn. Erindi Þórdísar vakti mikla athygli og urðu talsverðar umræður í kjölfar erindisins auk þess sem finna mátti mikinn samhug fundarmanna með Íslandi vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

Á fundinum var aðild Sjálfstæðisflokksins að EPP formlega staðfest en hún hafði áður verið samþykkt á fundi sem Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins sótti í október.

Þórdís tók þátt í fundinum ásamt Þórði Þórarinssyni framkvæmdastjóra flokksins en fundinn sóttu allflestir systurflokkar Sjálfstæðisflokksins, bæði í Evrópu og víðar, og ræddu sameiginleg hagsmunamál og stefnumótun. Þórdís átti jafnframt tvíhliða samtal við Manfred Weber, formann EPP og óformleg samtöl við fulltrúa norrænna systurflokka

 

Þórdís Kolbrún í pallborði á ráðstefnunni.

Þórdís Kolbrún og Manfred Weber forseti EPP.