Gangverkið þegar á reynir

Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Jarðhrær­ing­arn­ar á Reykja­nesskaga minna okk­ur enn og aft­ur á að það erum ekki við mann­fólkið sem stýr­um í raun þessu landi. Ógn­ar­kraft­ur­inn fyll­ir okk­ur auðmýkt gagn­vart því að lífið get­ur tekið breyt­ing­um á ör­skots­stund sama hvort okk­ur lík­ar bet­ur eða verr.

Að þessu sinni eru það íbú­ar Grinda­vík­ur sem hafa mátt þola stærri skammt en við hin og munu ef­laust áfram gera. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort og þá hvar muni gjósa en við vit­um að til­vera alls fólks sem þar starfar og býr hef­ur verið skek­in og að öll­um lík­ind­um verður at­b­urðarás­in fram und­an mik­il og krefj­andi.

Það sem ein­kenn­ir sam­fé­lag sem hef­ur burði til að halda utan um svona at­b­urði á sem far­sæl­ast­an hátt er gang­verk, nán­ast eins og göm­ul stand­klukka, sem hrekk­ur í gang og ber svo áfram klukku­tím­ana jafn­vel þó hún hafi staðið aðgerðalaus árum sam­an.

Þetta er gang­verk sam­hug­ar, sam­heldni, for­gangs­röðunar og for­sjálni. Allt frá nýj­ustu tækni­innviðum sem sýna okk­ur kviku­ganga nán­ast í raun­tíma og vara okk­ur við ósýni­legri vá, til ramm­virkra vinnu­véla sem koma fyr­ir­vara­laust á staðinn til að reisa varn­argarða ef þá þarf. Ekk­ert af þess ger­ist af sjálfu sér. Þekk­ing­in og tækn­in er afrakst­ur mark­vissr­ar þekk­ingaröfl­un­ar í ára­tugi – og í raun ár­hundruð. Vinnu­vél­arn­ar eru þar vegna þess að stjórn­völd hafa kort­lagt all­ar vinnu­vél­ar lands­ins svo hægt yrði að kalla fljótt og ör­ugg­lega til þau tæki sem til þyrfti og gætu komið fyr­ir­vara­laust. Þetta eru bara lít­il dæmi um gang­verkið sem tif­ar áfram nán­ast án þess að við verðum þess vör.

Svo er það hjarta­lag mannauðsins, sem er ekki síður dýr­mætt. Það er fal­legt að fylgj­ast með hvað fólk er ein­huga gott við annað fólk þegar á reyn­ir. Þó við sjá­um stund­um daga þar sem hver hönd­in er upp á móti ann­arri er dýr­mæti okk­ar fólgið í hve fljót við erum að rétta hvert öðru hjálp­ar­hönd þegar á reyn­ir. For­seti Íslands sagði um helg­ina að við vær­um eins og fjöl­skylda þar sem all­ir þekkja ein­hvern úr Grinda­vík. Við get­um líka sagt að við séum eins og systkina­hóp­ur sem á það stund­um til að hnakkríf­ast en stend­ur alltaf sam­an þegar á reyn­ir.

Fólk sem býr í far­sæl­um sam­fé­lög­um verður ekki endi­lega vart við dags­dag­lega hversu margt þarf til að gang­verkið gangi upp, enda eiga góð gang­verk að tifa áfram í hljóði svo fólk geti ein­beitt sér að öðrum hlut­um í sínu lífi. En fólkið verður að geta treyst því að gang­verkið sé til staðar og að því sé hjálpað þegar á reyn­ir.

Hug­ur okk­ar allra er hjá Grind­vík­ing­um og við sam­ein­umst öll í þeirri von að skaðinn verði sem allra minnst­ur um­fram það sem orðið er. Um leið geta þeir treyst að augu allra eru og verða áfram á því sem hægt er að gera og hafa stjórn á þeim til aðstoðar í þessu vold­uga landi sem við búum í.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. nóvember 2023.