Áframhaldandi skuldasöfnun Reykjavíkurborgar 2024

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Reykja­vík­ur­borg verður rek­in með miklu tapi á ár­inu 2023 og munu skuld­ir sam­stæðunn­ar nema um 490 millj­örðum króna um kom­andi ára­mót. Rekst­ur­inn er ekki sjálf­bær og stend­ur borg­in frammi fyr­ir mikl­um skulda­vanda. Samt hyggst meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar halda áfram að safna skuld­um og er áætlað að þær verði orðnar 515 millj­arðar króna í árs­lok 2024.

Þetta kem­ur fram í frum­varpi að fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi ár, sem lagt var fram í borg­ar­stjórn sl. þriðju­dag. Frum­varpið sýn­ir að meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar hef­ur eng­in tök á fjár­mál­um borg­ar­inn­ar. Ljóst er að sú aðgerðaáætl­un í fjár­mál­um, sem meiri­hlut­inn kynnti í árs­lok 2023, hef­ur skilað litl­um sem eng­um ár­angri.

Gíf­ur­leg skulda­aukn­ing

Sam­kvæmt frum­varp­inu mun sam­stæða Reykja­vík­ur­borg­ar auka skuld­ir sín­ar um 69 millj­arða króna á tveim­ur árum, 2023-2024. Skuld­ir borg­ar­inn­ar munu aukast um 44 millj­arða króna í ár sam­kvæmt út­komu­spá og 25 millj­arða á næsta ári.

Sex millj­arða króna tap átti að vera á borg­ar­sjóði á ár­inu 2023 sam­kvæmt samþykktri fjár­hags­áætl­un. Tapið mun nema tæp­lega fimm millj­örðum króna á ár­inu sam­kvæmt út­komu­spá. Borg­ar­sjóður á hins veg­ar að skila um 600 millj­óna króna af­gangi á ár­inu 2024. Það er sýnd veiði en ekki gef­in eins og fyrri áætlan­ir borg­ar­inn­ar í fjár­mál­um bera með sér.

12,5 millj­arða króna frá­vik

Átta millj­arða króna af­gang­ur átti að vera á rekstri sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar árið 2023 sam­kvæmt áætl­un. Tapið verður hins veg­ar um 4,4 millj­arðar sam­kvæmt út­komu­spá. Frá­vikið nem­ur um 12,5 millj­örðum króna.

Sam­kvæmt frum­varpi að fjár­hags­áætl­un á borg­ar­sam­stæðan að skila tæp­lega átta millj­arða króna af­gangi á næsta ári. Er það svipuð upp­hæð og hún átti að skila á þessu ári en það brást eins og fyrr seg­ir.

Stór liður í fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar er svo­nefnd „mats­breyt­ing fjár­fest­ing­ar­eigna“. Fé­lags­leg­ar íbúðir borg­ar­inn­ar eru end­ur­metn­ar og aukið verðmæti þeirra bókað sem hagnaður í bæk­ur borg­ar­inn­ar. Þessi mats­breyt­ing á að skila rúm­lega þriggja millj­arða króna bók­halds­hagnaði á yf­ir­stand­andi ári og fimm millj­arða hagnaði á ár­inu 2024. Þetta er froðuhagnaður, sem skap­ar í raun eng­ar tekj­ur fyr­ir borg­ina og fegr­ar því stöðu áætl­ana henn­ar og reikn­inga sem því nem­ur. Ef þess­ar­ar breyt­ing­ar nyti ekki við hefði tap sam­stæðunn­ar orðið mun meira á yf­ir­stand­andi ári.

Skuld­irn­ar yfir 500 millj­arða

Skuld­ir sam­stæðu borg­ar­inn­ar munu nema um 490 millj­örðum króna um næstu ára­mót. Sam­kvæmt frum­varpi að fjár­hags­áætl­un munu skuld­irn­ar halda áfram að hækka og verða rúm­lega 515 millj­arðar króna í árs­lok 2024.

Borg­ar­sjóður mun skulda 199 millj­arða króna um næstu ára­mót sam­kvæmt út­komu­spá. Sam­kvæmt frum­varpi að fjár­hags­áætl­un munu skuld­irn­ar hækka áfram á næsta ári og verða komn­ar í 208 millj­arða króna í árs­lok 2024.

Auk­in skuld­setn­ing ein­kenn­ir því fjár­mála­stefnu vinstri meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn. Ef haldið verður áfram að auka skuld­ir Reykja­vík­ur­borg­ar um tugi millj­arða á ári, stefn­ir borg­in í greiðsluþrot inn­an nokk­urra ára.

Sem fyrr eru borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins reiðubún­ir til sam­vinnu við meiri­hlut­ann um raun­veru­leg­ar aðgerðir í því skyni að ná stjórn á fjár­mál­um borg­ar­inn­ar og láta af ta­prekstri. Til þess þarf að end­ur­skoða all­an rekst­ur og ráðast í víðtæk­an sparnað og hagræðingu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. nóvember 2023.