Fjölmennt á fundi eldri sjálfstæðismanna með dómsmálaráðherra

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, var gestur á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna sem haldinn var í hádeginu í dag, miðvikudaginn 1. nóvember 2023. Fundurinn var mjög vel sóttur, en hann var sá fyrsti sem Guðrún mætir á sem dómsmálaráðherra. Hún tók við embættinu 19. júní sl. Á fundinum voru helst til umræðu útlendinga- og lögreglumál, en í haust áformar ráðherrann að legja fram frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum með það að markmið að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum hvað varðar afbrot eða athafnir til sem raskað geti öryggi borgarnna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu.

Í inngangi sínum kynnti Guðrún sig fyrir þeim eldri sjálfstæðismönnum fundinn sóttu og fjallaði stuttlega um stjórnmálaviðhorfið almennt. Þá ræddi Guðrún um málefni lögreglunnar, skipulagða glæpastarfsemi og málefni útlendinga. Spurningar fundarmanna voru á þessum nótum einnig og fjörugar umræður urðu um málefnin á fundinum.