Að láta muna um sig

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra:

Fyr­ir mína kyn­slóð og þær sem kom­ist hafa til manns á síðustu ára­tug­um á Íslandi er varla til nokk­ur óhagg­an­legri sann­leik­ur en sá að við séum sjálf­stætt og full­valda ríki, að við ráðum okk­ar eig­in mál­um og get­um ræktað okk­ar eig­in menn­ingu og sam­fé­lag á þann hátt sem við telj­um að gagn­ist best fyr­ir sem flesta. Og þótt Ísland hafi flokk­ast sem þró­un­ar­ríki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði til árs­ins 1974 telj­um við held­ur ekk­ert eðli­legra en að hér á landi séu lífs­kjör með því allra besta á byggðu bóli hvort sem litið er til efna­hags­legra, sam­fé­lags­legra eða mennn­ing­ar­legra gæða.

Sú staða sem Ísland býr við í dag er ekki sjálf­sögð. Heim­ur­inn get­ur verið óút­reikn­an­leg­ur. Hag­sæld og vel­meg­un þjóða get­ur tekið stakka­skipt­um hvort sem er til verri eða betri veg­ar; og fyr­ir því geta legið or­sak­ir sem eru ým­ist inn­an eða utan þess sem inn­lend­ar ákv­arðanir og aðgerðir geta haft áhrif á. Á síðustu öld eru dæmi um ríki sem hafa tekið kollsteyp­ur vegna eig­in efna­hags­legra og póli­tískra ákv­arðana, og önn­ur sem hafa í krafti aga og áræðis um­bylt sam­fé­lag­inu til hins betra. Þótt ver­öld­in geti verið viðsjár­verð sýn­ir sag­an að sterk­um sam­fé­lög­um tekst að vinna sig út úr jafn­vel hrika­leg­ustu áföll­um, en þegar innviðir sam­fé­lags­gerðar­inn­ar eru veik­ir þarf stund­um lít­inn at­b­urð til þess að hrinda af stað nei­kvæðri keðju­verk­un sem lang­an tíma get­ur tekið að vinda ofan af. Sam­fé­lag blómstr­ar þegar fólk tek­ur verk­efni sín al­var­lega og trú­ir að þau skipti máli. Ef grafið er und­an trú á mik­il­vægi þess að gera gagn er hætt við að það molni líka und­an getu sam­fé­laga til að leysa úr viðfangs­efn­um sín­um.

Kraft­ur smæðar­inn­ar

Und­an­far­in tæp tvö ár hef ég gegnt embætti ut­an­rík­is­ráðherra Íslands. Sá tími hef­ur verið ótrú­leg­ur. Ég er þakk­lát fyr­ir að hafa fengið tæki­færi til þess að gegna því hlut­verki og hef lagt mig alla fram um að sinna því af metnaði. Þar hef ég notið inn­blást­urs frá ómet­an­legu sam­starfs­fólki í ís­lensku ut­an­rík­isþjón­ust­unni sem sinn­ir bæði hags­muna­gæslu og fyr­ir­svari fyr­ir Ísland af ein­skærri fag­mennsku, alúð og metnaði fyr­ir hönd lands­ins. Í því starfi lagði ég sér­staka áherslu á að tala fyr­ir því að ís­lensk stjórn­völd legðu sig fram um að finna leiðir til þess að verða að gagni þar sem tæki­færi skap­ast en nota ekki mann­fæð sem af­sök­un fyr­ir því að sitja hjá. Þvert á móti hef ég talað fyr­ir því að Ísland nýti sér þá kosti sem fel­ast í því að vera ekki yfirþyrm­andi stórt ríki með stirðbusa­legt stjórn­kerfi. Það er ýmsu hægt að áorka í krafti smæðar­inn­ar. Orð og at­hafn­ir Íslands á alþjóðavett­vangi geta verið fyrstu stein­völ­urn­ar sem rúlla niður brekku og koma af stað stærri skriðu. Við meg­um aldrei falla í þá gryfju að halda að við skipt­um ekki máli, því við ger­um það svo sann­ar­lega.

Ný­sköp­un og frum­leg hugs­un

Í nýj­um verk­efn­um mun þessi hugs­un áfram verða ráðandi í minni nálg­un. Fá­menn þjóð eins og sú ís­lenska þarf sér­stak­lega að gæta að því að all­ir sem geta leggi sitt af mörk­um, hver á sínu sviði. Þótt við gegn­um ólík­um hlut­verk­um þá þarf gott sam­fé­lag á fram­lagi okk­ar allra að halda. Öll störf sem innt eru af hendi og þjóna þeim til­gangi að upp­fylla þarf­ir eða veita þjón­ustu skipta máli og eru mik­il­væg. Ég trúi því að gott viðhorf til vinnu og verk­efna geti haft af­ger­andi áhrif á hvernig okk­ur geng­ur að leysa úr þeim verk­efn­um sem hið op­in­bera hef­ur á sinni hendi. Ég mun áfram leggja áherslu á ný­sköp­un og frum­lega hugs­un. Litl­ar hug­mynd­ir úr óvænt­um átt­um geta haft mik­il áhrif. Ég mun hvetja til þess að við hugs­um út fyr­ir ramma hins hefðbundna, þorum að skora viðtekn­ar venj­ur á hólm og lát­um alltaf verk­efn­in sjálf njóta vaf­ans, en ekki kerf­istregðu og inni­halds­laus­ar póli­tísk­ar skylm­ing­ar.

Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá ber­um við sam­an ábyrgð á dýr­mætu sam­fé­lagi og erum í stöðu sem forfeðrum okk­ar og mæðrum hefði þótt ótrú­legt að stefna að. Skylda okk­ar, næstu kyn­slóðar í ís­lensk­um stjórn­mál­um, er að passa upp á að við höld­um áfram að bæta okk­ur, að við tök­um verk­efn­in al­var­lega en ekki sjálf okk­ur hátíðlega. Þannig verður staða Íslands áfram sterk, hvort sem er á alþjóðleg­um vett­vangi eða inn­an land­stein­anna.

Greinin birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 22. október 2023.