Sundabraut án tafar!

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Nú er liðin nærri hálf öld frá því fyrstu hug­mynd­ir um Sunda­braut litu dags­ins ljós. Þær voru fyrst sett­ar fram árið 1975 í til­lögu að aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur en síðar staðfest­ar í svæðis­skipu­lagi höfuðborg­ar­svæðis­ins 1985-2005. Árin og ára­tug­ina á eft­ir þokaðist hins veg­ar lítið í mál­inu.

Á haust­dög­um samþykkti borg­ar­ráð loks verk­lýs­ingu vegna fyr­ir­hugaðrar breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur vegna Sunda­braut­ar. Í kjöl­farið boðuðu Vega­gerðin og borg­in kynn­ing­ar­fundi um matsáætl­un vegna um­hverf­isáhrifa Sunda­braut­ar og fyr­ir­hugaðar aðal­skipu­lags­breyt­ing­ar. Nú virðist rofa til.

Póli­tískt vand­ræðamál

Þegar nær 50 ára saga hug­mynda um Sunda­braut er skoðuð vek­ur eitt sér­staka eft­ir­tekt. Hingað til hafa nær öll þau skref sem stig­in hafa verið vegna Sunda­braut­ar – og ein­hverja þýðingu hafa haft fyr­ir fram­gang­inn – verið stig­in af rík­inu. Inn­legg borg­ar­inn­ar und­anliðin ár hef­ur al­mennt verið þrótt­lítið og fyrst og fremst til þess fallið að fækka val­kost­um og tefja.

Það er merki­legt fyr­ir margra hluta sak­ir. Til að mynda mætti vísa í könn­un Maskínu sem birt var í fe­brú­ar árið 2022, þar sem fram kom yf­ir­gnæf­andi stuðning­ur við fram­kvæmd Sunda­braut­ar. Aðeins 6,2% svar­enda reynd­ust and­víg fram­kvæmd­inni – og kom jafn­framt í ljós að meðal kjós­enda allra flokka reynd­ust marg­falt fleiri fylgj­andi Sunda­braut en reynd­ust and­víg­ir henni. Hvernig stend­ur þá á því að borg­in hef­ur um ára­bil tafið fyr­ir svo sjálf­sagðri fram­kvæmd sem mik­ill lýðræðis­leg­ur vilji reyn­ist fyr­ir?

Svarið felst vissu­lega í þeirri aug­ljósu staðreynd að Sunda­braut hef­ur reynst póli­tískt vand­ræðamál fyr­ir nú­ver­andi og marga fyrr­ver­andi meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar. Vand­ræðagang­ur­inn skýr­ir að lík­ind­um ít­rekaðar óaft­ur­kræf­ar skipu­lags­ákv­arðanir borg­ar­inn­ar sem komið hafi í veg fyr­ir ýmsa fýsi­lega og hag­kvæma kosti í mál­inu.

Gríðarleg­ur sam­fé­lags­leg­ur ávinn­ing­ur

Ljóst er að Sunda­braut yrði þjóðhags­lega arðbær sam­göngu­fram­kvæmd. Þegar hef­ur verið greind­ur fé­lags­hag­fræðileg­ur ábati af fram­kvæmd­inni en í þeirri grein­ingu kom fram að í heild gæti ábati not­enda af fram­kvæmd­inni numið 216 til 293 millj­örðum króna, allt eft­ir þeirri út­færslu sem val­in yrði, brú eða göng. Mesti ábat­inn væri vegna styttri ferðatíma, en einnig vegna styttri vega­lengda. Niðurstaða grein­ing­ar­inn­ar leiddi jafn­framt í ljós að hvort sem Sunda­braut yrði brú eða göng myndi fram­kvæmd­in alltaf fela í sér gríðarleg­an sam­fé­lags­leg­an ávinn­ing og yrði met­in sam­fé­lags­lega hag­kvæm sem slík.

Sunda­braut án taf­ar!

Við Sjálf­stæðis­menn fögn­um því að af stað sé far­in vinna við skipu­lag Sunda­braut­ar. Við telj­um mik­il­vægt að ganga inn í þá vinnu með op­inn huga hvað varðar ein­stak­ar út­færsl­ur. Ekki síst verður mik­il­vægt að vinn­an eigi sér skil­greind­an enda­punkt, hún verði skil­virk og unn­in af festu.

Það sem mestu skipt­ir þó, og við Sjálf­stæðis­menn leggj­um megin­á­herslu á, er að Sunda­braut kom­ist til fram­kvæmda án taf­ar!

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. október 2023.