Hildur Sverrisdóttir á hádegisfundi SES

Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins var gestur á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna miðvikudaginn 11. október. Fór hún yfir viðburðaríka undangengna sólarhringa, fór ítarlega yfir söluna á Íslandsbanka auk þess sem hún greindi pólitíska landslagið. Fjörugar umræður sköpuðust eftir framsögu Hildar.