Samfylkingin vilji leysa öll vandamál með hærri sköttum 

Óli Björn Kárason alþingismaður segist í nýlegri aðsendri grein í Morgunblaðinu hafa beðið „nokkuð spenntur“ eftir ítarlegum og útfærðum tillögum Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Hann segir formann flokksins og aðra þingmenn hans hafa byggt skipulega undir miklar væntingar meðal kjósenda um áætlun um stórsókn í heilbrigðismálum undir forystu Samfylkingarinnar.

„En fjallið tók joðsótt og síðasta mánu­dag fædd­ist lít­il mús. Í fal­leg­um 24 blaðsíðna bæk­lingi er lítið bita­sætt og fátt nýtt. Eng­ar nýj­ar hug­mynd­ir eða til­lög­ur um breytt skipu­lag heil­brigðis­kerf­is­ins.

„Örugg skref í heil­brigðis- og öldrun­ar­mál­um“ – er sögð verk­lýs­ing fyr­ir nýja rík­is­stjórn með fimm þjóðarmark­miðum og ör­ugg­um skref­um í rétta átt. (Tísku­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þessa mánuðina og lík­lega fram að kosn­ing­um er „ör­yggi“.) Þjóðarmark­miðin fimm eru al­menn og raun­ar svo sjálf­sögð að draga verður í efa að það finn­ist Íslending­ur sem set­ur sig upp á móti þeim,“ segir Óli Björn.

Óli Björn vitnar í orð Kristrúnar Frostadóttur úr löngum inngangi í bæklingi Samfylkingarinnar þar sem hún segir að uppi sé pólitískur ágreiningur um sýn og stefnu, aðferðir og fjármögnun og að þar vilji Samfylkingin bjóða upp á skýran valkost.

„Hafi mark­miðið með út­spili Sam­fylk­ing­ar­inn­ar síðasta mánu­dag verið að bjóða upp á skýra val­kosti á flokk­ur­inn langt í land. Nema kannski að einu leyti. Þjóðarmark­miðunum ætl­ar Sam­fylk­ing­in að ná með gam­al­kunn­ug­um aðferðum vinstrimanna; auka út­gjöld­in. Vinstrimenn mega varla sjá vanda­mál eða verk­efni án þess að bjóðast til að leysa þau með aukn­um út­gjöld­um. Og út­gjöld­in verða fjár­mögnuð með auk­inni skatt­heimtu,“ segir Óli Björn.

Í þessu sambandi bendir hann á að Samfylkingin boði hækkun ríkisútgjalda til heilbrigðismála á komandi árum um 1-1,5% af vergri landsframleiðslu. Það jafngildi 38-57 milljörðum króna miðað við landsframleiðslu síðasta árs.

„Auðvitað er forðast að tala um skatta­hækk­an­ir, held­ur verði að „sam­ein­ast um að sækja tekj­ur og taka meðvitaða ákvörðun um að fjár­magna veg­ferðina“. Fjár­mögn­un­ina á að „tryggja á tekju­hlið rík­is­sjóðs“! Full­yrt er að aukn­ing út­gjalda skipti sköp­um „til að nýta bet­ur það fjár­magn sem nú þegar er veitt til mála­flokks­ins“. Í huga sam­fylk­inga er best að auka útgjöld­in til að tryggja skyn­sam­lega og hag­kvæma nýt­ingu fjár­muna rík­is­ins!“ segir hann segir hann í greininni sem finna má hér.