Samkvæmt friðsældarvísitölu The Global Peace Index er Ísland friðsælasta land í heimi og hefur verið í efsta sæti síðan árið 2008. Vísitalan er árlega gefin út og mælir frið á heimsvísu og efnahagslegt virði friðar. Nær vísitalan yfir 99,7% jarðarbúa. Mælingar vísitölunnar byggja meðal annars á stigi samfélagsöryggis í viðkomandi landi, umfang viðvarandi innlendra og alþjóðlegra átaka og hversu mikil hervæðing er í landinu.
Á árunum 2009 til 2020 jókst friður í 126 löndum. En á árinu 2023 jókst friðsæld í 84 löndum á meðan hún varð minni í 79 löndum. Það síðarnefnda er tengt við afleiðingar af heimsfaraldrinum með auknum óþoli almennings og stjórnmálalegum óstöðugleika í þeim löndum.
Í öðru sæti er Danmörk, þá Írland. Nýja-Sjáland er í fjórða sæti, Austurríki í fimmta sæti. Singapúr vermir sjötta sætið og Portúgal sjöunda sætið. Slóvenía er áttunda fríðsælasta ríki heims, Japan það níunda og í tíunda sæti er Sviss. Bandaríkin ná ekki inn á lista yfir 100 friðsælustu ríki heims, en ríkið er í 131. sæti listans. Það sem helst hefur áhrif þar er hátt hlutfall fanga, útflutningur á vopnum og hervæðing.
Í botnsætunum eru Lýðveldið Kongó, Suður-Súdan, Sýrland, Jemen og Afganistan.
Sjá nánar hér.