Framfaraskref fyrir háskóla og samfélagið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Eitt mik­il­væg­asta hlut­verk stjórn­mál­anna er að sinna ekki aðeins verk­efni dags­ins í dag held­ur að búa í hag­inn fyr­ir framtíðina. Við vit­um ekki alltaf hvernig hún verður og hversu hratt hún kem­ur, en við vit­um þó að hún kem­ur og við þurf­um að vera und­ir­bú­in. Breyt­ing­arn­ar eru hraðar, þær eiga sér stað núna og þær verða enn meiri á kom­andi árum.

Þau sem skilja hvert straum­ur breyt­ing­anna ligg­ur og eru í stakk búin til þess að nýta hann skapa sér ávinn­ing en þau sem gera það ekki drag­ast aft­ur úr. Þetta þekkj­um við vel. Mestu vaxt­ar­sprot­arn­ir í ís­lensku efna­hags­lífi í dag eru ung fyr­ir­tæki þar sem vís­indi, þróun og frum­kvöðlahugs­un fara sam­an. Þar verða nú þegar til mik­il­væg­ar lausn­ir á áskor­un­um sam­tím­ans, góð störf og mik­il út­flutn­ings­verðmæti.

Kraft­mikl­ir há­skól­ar með öfl­ugu vís­inda- og þekk­ing­ar­starfi eru lyk­il­for­senda þess að við get­um haldið áfram að byggja hér þrótt­mikið sam­fé­lag. Hug­vit á að vera ein af mátt­ar­stoðum lands­ins og er sú út­flutn­ings­grein sem fel­ur í sér lang­mest tæki­færi næstu ára­tugi ásamt því að stækka aðrar at­vinnu­grein­ar.

Það er sjálfsagt og eðli­legt mark­mið ís­lenskra há­skóla að standa sig í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Við vilj­um að hér á landi bjóðist nám í hæsta gæðaflokki og að há­skól­arn­ir styðji við sam­fé­lagið okk­ar með öfl­ug­um rann­sókn­um og vís­inda­starfi. Ef við lát­um ís­lensku há­skól­ana drag­ast aft­ur úr er hætt­an sú að fólk haldi í enn frek­ara mæli í nám er­lend­is og skili sér aðeins að hluta til baka. Um leið minnka lík­urn­ar á að hér verði til fyr­ir­tæki og verk­efni sem skapa störf­in og sam­keppn­is­hæfn­ina sem við þurf­um svo mjög á að halda.

Ég hef því ráðist í mestu upp­stokk­un há­skóla­kerf­is­ins í ára­tugi með það eina leiðarljós að gera miklu bet­ur. Árang­ur­s­tengd fjár­mögn­un há­skól­anna kem­ur í stað eldra lík­ans frá ár­inu 1999, sem var orðið barn síns tíma og studdi ekki við sókn há­skól­anna. Það hvet­ur til auk­inna gæða náms og meiri stuðnings við nem­end­ur – með því að umb­una skól­um fyr­ir lokn­ar ein­ing­ar og út­skrift­ir nem­enda. Það styrk­ir grund­völl rann­sókn­a­starfs með mun sýni­legri hætti en áður og tek­ur til­lit til bæði af­kasta og gæða með fjöl­breytt­um mæli­kvörðum. Um leið stór­eykst gagn­sæi í kerf­inu í þágu betri nýt­ing­ar fjár­muna.

Há­skól­arn­ir eru mátt­ar­stólpi í heil­brigðu og kröft­ugu þjóðfé­lagi og því ekki einka­mál há­skóla­sam­fé­lags­ins. Góðum há­skól­um fylgja tæki­færi fyr­ir allt sam­fé­lagið, þeir rækta hæfi­leika fólks, laða að sér kraft­mikla ein­stak­linga, úr nærum­hverf­inu og hvaðanæva. Þannig tryggj­um við að hér verði til nýj­ar kyn­slóðir sér­fræðinga, vís­inda­manna, hugsuða, lista­fólks, lækna, frum­kvöðla og allra hinna með öll þau tæki sem þau þurfa til að gera það besta úr sín­um hæfi­leik­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. september 2023.