Húsfyllir á fundi með Bjarna um samgöngumál

Húsfyllir var á fundi með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu, en Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, stóð að fundinum.

Þar var farið yfir málefni samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, fjárhagslegar forsendur hans auk þess sem rætt var hvort raunhæft væri að reikna með að upphafleg áform sem fram komu í sáttmálanum nái fram að ganga.

Fram kom að um þessar mundir standi yfir endurskoðun sáttmálans og því sé mikilvægt að ræða hver niðurstaða geti orðið.

Miklar og hreinskiptar umræður voru að erindi Bjarna loknu.