Þórdís Kolbrún hitti varaformann Høyre í dag

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra hitti í dag Henrik Asheim varaformann Høyre, norska systurflokks Sjálfstæðisflokksins í Høyres Hus – höfuðstöðvum flokksins í Osló.

Høyre vann stórsigur í nýafstöðnum fylkis- og sveitarstjórnarkosningum í Noregi og er nú í fyrsta skipti í 99 ár stærsti stjórnmálaflokkur Noregs.

Á fundinum ræddu varaformennirnir EES-samstarfið og hagsmunagæslu landanna þar. Verðmætasköpun landanna, stórsigur Høyre í nýafstöðnum kosningum og stöðuna í alþjóðastjórnmálunum.