Tæplega milljón á mann í heilbrigðismál á næsta ári

Á næsta ári verður tæplega þriðjungi ríkisútgjalda varið í heilbrigðismál eða 31%. Með því mun varið 960 þúsund krónum á hvern íbúa landsins til heilbrigðismála.

Um 315 þúsund krónum á íbúa verður varið til málefna aldraðra og 257 þúsund krónum á íbúa í örorkugreiðslur í almannatryggingakerfinnu.

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir komandi ár var kynnt í dag og verður mælt fyrir því á Alþingi á fimmtudag.