„Aðhaldið birtist í því að við gerum ekki ráð fyrir því að útgjöld geti vaxið í takt við verðbólguna,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra í Kastljósviðtali í gærkvöldi þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var til umræðu.
Hann sagði að undir venjulegum kringumstæðum verði útgjöld ríkisins að vaxa með verðbólgu vegna þess að vöruinnkaup séu öll að hækka, laun hækki um 10% milli ára. Hann sagði hins vegar að þrátt fyrir þessar kostnaðarhækkanir í samfélaginu þá þurfi ríkið að halda aftur af kostnaðaraukanum.
„Og það þýðir einfaldlega að við veitum ekki fjárheimildir fyrir öllum þessum kostnaðarauka og förum fram á að ríkisstofnanir finni leiðir til að ná endum saman með minna á milli handanna,“ segir Bjarni.
Kastljósviðtalið má finna hér.