Persónuafsláttur hækkar á næsta ári

Per­sónu­afslátt­ur mun hækka um fimm þúsund krón­ur á mánuði um ára­mót­in og skatt­leys­is­mörk munu hækka um rúm­lega 16 þúsund krón­ur. Þetta kemur fram í nýbirtu fjárlagafrumarpi.

Með þessu mun einstaklingur með 500 þúsund krónur í mánaðartekjur greiða rúmlega 7 þúsund krónum minna í tekjuskatt í janúar 2024 en hann gerir í desember á þessu ári.

Áætlað er að þrepa­mörk hækki um 8,5 pró­sent árið 2024 þar sem þjóðhags­spá geri ráð fyr­ir 7,4 pró­senta verðbólgu í lok árs. Var það inn­leitt á síðasta ári að þrepa­mörk hækki sem nem­ur verðbólgu­stigi við lok hvers ár að viðbættu pró­sents fram­leiðniviðmiði.

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir komandi ár var kynnt í dag og verður mælt fyrir því á Alþingi á fimmtudag.