Bjarni

Opinberum starfsmönnum fækkað um 200-300 á næsta ári

Að sögn Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra mun stöðugildum opinberra starfsmanna fækka um 200-300 á næsta ári. Gert er ráð fyrir að launakostnaður stofnana lækki um 5 milljarða króna milli ára.

Í samtali við mbl.is segir Bjarni að talið sé að vegna starfsmannaveltunnar eigi að vera raunhæft að draga úr stöðugildum í opinbera rekstrinum. Ekki eigi þó að fækka fólki í framlínustörfum.

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir komandi ár var kynnt í dag og verður mælt fyrir því á Alþingi á fimmtudag.