Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hélt hringferð sinni um landið áfram síðastliðna helgi og sótti Vestmannaeyjar heim. Húsfyllir var á opnum fundi í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, þar sem boðið var upp á sveppasúpu með öllu tilheyrandi. Gísli Stefánsson, formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja, bauð fundarmenn velkomna og síðan tók Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins til máls. Þá var sest niður við borð þar sem þingmennirnir áttu hressilegar og skemmtilegar samræður við heimafólk. Að fundi loknum nýttu þingmenn tækifærið og gengu m.a. upp á fjöll og kíktu á opnun listasýningar. Afar ánægjulegur dagur í Vestmannaeyjum.
Kærar þakkir fyrir móttökurnar Vestmanneyingar!