Bjarni

Dregur úr ívilnunum til rafbílakaupa

Á næsta ári verður dregið úr ívilnunum fyrir rafmagnsbílaeigendur og kaupendur rafbíla. Þetta kemur fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi.

„Við höf­um verið með mjög mikl­ar íviln­an­ir fyr­ir raf­bíl­anna til skamms tíma. Það hef­ur birst okk­ur til dæm­is í því að við höf­um ekki gert mik­inn mun á því hversu dýr­ar bif­reiðar fólk er að kaupa sér,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is og einnig að augljóst sé finna þurfi nýtt jafnvægi í gjaldtöku af ökutækjum og umferð.

Rafmagnsbifreiðar hafa verið með lægri bifreiðagjöld en þær sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þá hafa að auki verið miklar virðisaukaskattsívilnanir fyrir rafbílakaup. Þá voru til skamms tíma engin vörugjöld af rafbílum en um síðustu áramót voru þau að lágmarki 5%.

„Svo bæt­ist við þetta að raf­bíl­arn­ir hafa með engu móti tekið þátt í því að greiða fyr­ir notk­un á vega­kerf­inu,“ segir Bjarni.

Hann segir að vissulega sé verið að fara að draga úr umræddum ívilnunum en að eftir sem áður verði bæði til staðar stuðningur til þess að kaupa hagkvæmari græna bíla og að það verði jafnframt ódýrara að eiga og reka rafmagnsbíl.

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir komandi ár var kynnt í dag og verður mælt fyrir því á Alþingi á fimmtudag.