Sveitarstjórnarmenn funduðu með þingmönnum
'}}

Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum og á Alþingi ásamt formönnum landssambanda, kjördæmisráða og starfsfólki Sjálfstæðiflokksins hittust í Valhöll föstudaginn 25. ágúst sl. á árlegum fundi til að skipuleggja starfsveturinn.

Fundurinn var vel sóttur og á honum ræddu kjörnir fulltrúar ýmis málefni sem brenna á en aðal umræðuefnið var þó meðferð almannafjár. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi, Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi, Ragnar Sigurðsson formaður sveitarstjórnarráðs og oddviti flokksins í Fjarðabyggð, Bragi Bjarnason oddviti flokksins í Árborg, Margrét Sanders oddviti flokksins í Reykjanesbæ og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi fluttu öll stutt erindi og í kjölfarið voru umræður.