Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar laugardaginn 26. ágúst sl.
Vel á fjórða hundrað fulltrúar mættu til fundarins sem er einn sá fjölmennasti frá upphafi. Einstaklega góður andi ríkti á fundinum.
Eftir setningarræðu formanns tóku við pallborðsumræður um öryggis- og varnarmál þar sem Geir H. Haarde fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra og Bryndís Bjarnadóttir öryggissérfræðingur sátu í pallborði. Að því loknu sat forysta Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum. Þá flutti varaformaður ræðu og í lok fundar fór fram málefnavinna og samþykkt stjórnmálaályktunar.
Stjórnmálaályktun fundarins má finna hér.
Annað skiptið í röð fór fram bein útsending frá fundinum úr myndveri til hliðar við fundarsalinn. Þar voru fjölmörg mikilvæg málefni rædd s.s. orkumál, sveitarstjórnarmál, heilbrigðismál, nýsköpunarmál, efnahagsmál, útlendingamál og öryggis- og varnarmál. Nálgast má viðtalsþættina og ræður formanns og varaformanns hér.