Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar 2023

Frelsi og ábyrgð einstaklingsins, mannréttindi og jafnræði, eru hornsteinar stefnu Sjálfstæðisflokksins. Góð lífskjör og jafnrétti byggja á jöfnum tækifærum, menntun og fjárhagslegu sjálfstæði einstaklinga. Atvinnufrelsi og eignarréttur eru órjúfanlegur hluti frjáls samfélags. Velferð byggir á öflugu og frjálsu atvinnulífi. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 2023, sem haldinn var í gær á Hilton Reykjavík Nordica. Fundinn sóttu vel á fjórða hundrað manns.

Stærsta hagsmunamál Íslendinga er að tryggja efnahagslegan stöðugleika, lækkun verðbólgu og vaxta. Á seinni hluta kjörtímabilsins er nauðsynlegt að ríkisstjórnin forgangsraði verkefnum. Flokksráð leggur sérstaka áherslu á að;

  • stórauka græna orkuframleiðslu og byggja undir orkuskipti,
  • verja verndarkerfi flóttamanna og koma böndum á kostnað,
  • endurskoða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins,
  • efla löggæslu og baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkaógn,
  • styrkja embætti ríkissáttasemjara,
  • stuðla að efnahagslegum stöðugleika og lækkun verðbólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum þar sem útgjöld verði ekki aukin,
  • auka hagræðingu með fækkun stofnana, sölu ríkisfyrirtækja og fjárfestingu í stafrænni stjórnsýslu,

Sjá nánar stjórnmálaályktunina í heild hér.