Letjandi eða hvetjandi hlaðborð hugmynda?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Það skipt­ir máli á grund­velli hvaða hug­mynda­fræði ákv­arðanir eru tekn­ar. Það hef­ur áhrif á það hvernig sam­fé­lag við byggj­um upp og hvort við náum ár­angri eða ekki. Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Kristrún Frosta­dótt­ir, rifjaði það upp í ný­legu hlaðvarps­viðtali hvernig hún hefði stigið fram í Covid-far­aldr­in­um og lagt til að at­vinnu­leys­is­bæt­ur yrðu hækkaðar.

Úrræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar voru þó mun betri og skiptu sköp­um fyr­ir at­vinnu­lífið. Úrræðin fólust í því að viðhalda ráðning­ar­sam­bandi eins og hægt var og skiluðu því að lok­um að fáar þjóðir komust jafn­fljótt út úr ástand­inu og Ísland. At­vinnu­rek­end­ur nýttu sér úrræðin og marg­ir ein­stak­ling­ar héldu sem bet­ur fer störf­um sín­um á meðan aðrir áttu þess kost að sækja sér aukna mennt­un. Fyr­ir­tæk­in héldu starf­semi áfram og fjöl­skyld­ur höfðu áfram fyr­ir­vinnu. Rík­is­stjórn­in studdi fólk og fyr­ir­tæki út úr vand­an­um í stað þess að festa fólk í klóm at­vinnu­leys­is með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um. Ef ekki hefði verið brugðist við með þess­um hætti hefðu af­leiðing­arn­ar lík­lega verið minni slag­kraft­ur at­vinnu­lífs og minni verðmæta­sköp­un, sem hef­ur ekki aðeins nei­kvæð áhrif á efna­hags­lífið held­ur einnig störf og virkni ein­stak­linga.

Hug­mynd­ir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að hækka at­vinnu­leys­is­bæt­ur voru slæm­ar á þeim tíma og eld­ast ekki vel.

Hug­mynd­ir vinstrimanna um hærri at­vinnu­leys­is­bæt­ur eru dæmi um skamm­tíma­hugs­un og litla trú á ein­stak­lingn­um. Við meg­um ekki láta skamm­tíma­hugs­un og ör­vænt­ing­ar­full af­skipti hins op­in­bera ráða för þegar við tök­um ákv­arðanir. Það eru vissu­lega til stjórn­mála­menn sem trúa því að stjórn­völd geti valið sér feita og stóra bita af hlaðborði op­in­berra fjár­muna með skatt­lagn­ingu. Þegar hlaðborðið klár­ast, sem það mun alltaf gera, og það vant­ar meiri fjár­muni er lausn­in alltaf frek­ari skatta­hækk­an­ir. Þetta er mantra stjórn­mála­manna sem telja sig alltaf geta mætt áskor­un­um í efna­hags­mál­um með annarra manna pen­ing­um.

Við eig­um að standa vörð um störf hér á landi og fjölga há­launa­störf­um, til dæm­is með upp­bygg­ingu tæknifyr­ir­tækja og fyr­ir­tækja sem byggja á hug­viti. Með þekk­ing­ar­drifnu at­vinnu­lífi verður verðmæta­sköp­un­in fjöl­breytt­ari með mörg­um eggj­um í enn fleiri körf­um. Þegar gef­ur á bát­inn, hverj­ar sem ástæðurn­ar kunna að vera, mun bat­inn alltaf fel­ast í því að hér sé öfl­ugt – og fjöl­breytt – at­vinnu­líf sem legg­ur grunn að þeim verðmæt­um sem þjóðin skap­ar. Þess vegna þurf­um við að viðhalda virkni fólks á vinnu­markaði eins og hægt er. Auðlind­ir eru í eðli sínu tak­markaðar en hug­vit ekki.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2023.