Blessuð norðanáttin

Hildur Sverrisdóttir alþingismaður:

Það hljóm­ar kannski ótrú­lega en allt í einu er ekki ósenni­legt að norðan­átt­in okk­ar verði senn aðdrátt­ar­afl í sjálfu sér ef fram held­ur sem horf­ir með þann þrúg­andi hita sem er að verða ár­viss sum­ar­gest­ur hjá mörg­um ná­grönn­um okk­ar. Það get­ur samt verið erfitt að hugsa þannig ein­mitt meðan rokið byl­ur á glugg­un­um og úti­blóm­in fjúka um koll þessa fáu daga sem við höfðum tekið frá til að njóta sum­ars­ins.

Við eig­um það til að ein­blína á litlu mál­in fyr­ir fram­an okk­ur á hverj­um tíma og virðumst þurfa að vanda okk­ur til að muna að við eig­um að hugsa stórt og til langs tíma. Við vit­um fátt um framtíðina annað en það að hlut­irn­ir munu breyt­ast, sam­fé­lags­breyt­ing­ar síðustu þrjá­tíu ára verða lík­lega aðeins for­leik­ur að breyt­ing­un­um sem eru í vænd­um næstu þrjá­tíu ár.

Það sem við vit­um hins veg­ar er að við þurf­um að gera okk­ar besta til að búa okk­ur und­ir framtíðina. Við þurf­um að mennta fólk fyr­ir nýj­ar kröf­ur, nýta orku fyr­ir nýj­ar lausn­ir og inn­leiða nýja nálg­un til að bæta heil­brigðisþjón­ust­una og búa hana und­ir breytt þjóðfé­lag með hækk­andi líf­aldri.

Það sem við vit­um líka er hvaða grunn­ur hef­ur alltaf gef­ist best til að mæta áskor­un­um með far­sæl­um hætti. Við vit­um að frelsi til at­hafna hef­ur byggt þann grunn sem okk­ar góða sam­fé­lag bygg­ist á. Ríkið hef­ur það hlut­verk að þjóna og styðja þá sem það þurfa en á að öðru leyti að hafa sem minnst af­skipti af fólki og því sem það áork­ar.

Ein­hverra hluta vegna hef­ur þjóðfé­lagsum­ræðan færst í æ meiri mæli frá því að ræða á hvaða grunni við ætl­um að stefna áfram sem sam­fé­lag. Dag­skrár­valdið er iðulega yf­ir­tekið af mis­litl­um smá­mál­um með það eina aug­ljósa mark­mið að þyrla upp ryki og skapa tor­tryggni. Ein­hverj­ir myndu segja að það væri eðli þjóðfé­lagsum­ræðu að ein­blína á hvaðeina það litla sem gæti farið bet­ur. Það er gott og blessað en það er ekki ástæða til að yppa bara öxl­um yfir að trekk í trekk sé umræðan færð úr fókus um grund­vall­ar­hags­muna­mál þjóðar­inn­ar.

Það er svo stutt síðan Ísland átti fullt í fangi með að sanna sig sem al­vöru þjóð meðal þjóða að eldri kyn­slóðir muna þá tíma vel. Það er ekk­ert sjálf­gefið í því að þau lífs­gæði og ör­yggi sem við höf­um van­ist verði áfram fyr­ir hendi.

Það sem við eig­um að ræða er hvernig við tryggj­um að svo verði áfram og að við ger­um enn bet­ur. Að í óvissu og hraðari breyt­ing­um en nokk­urn hefði órað fyr­ir búi börn­in okk­ar og barna­börn við um­hverfi stöðug­leika og yf­ir­vegaðs sam­tals í stað óráðsíu og gíf­ur­yrða, um­hverf­is þar sem góðar hug­mynd­ir og atorka fá að þríf­ast til að vinna á áskor­un­um sem við stönd­um frammi fyr­ir.

Ef okk­ur lánast að tryggja slíka kjöl­festu sam­fé­lags­ins verður það svo verðugt auka­verk­efni að kom­ast til botns í því hvort norðan­átt­in sé bölv­un eða bless­un.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. júlí 2023.