Ísland leggur til sprengjuleitarbúnað í Úkraínu

„Gríðarleg landflæmi í Úkraínu er nú undirlagt jarðsprengjum. Þetta veldur gríðarlegri hættu til bæði lengri og skemmri tíma, bæði fyrir úkraínska hermenn og svo almenning til langrar framtíðar. Ísland hefur fram að færa þekkingu og reynslu sem getur nýst í þessu mikilvæga verkefni. Ég er mjög þakklát þeim sem leggja sitt af mörkum í þessari þjálfun og tel mikilvægt að við höldum áfram að styðja með ráðum og dáð við Úkraínu og finnum leiðir þar sem þarfir Úkraínu og geta okkar Íslendinga mætast,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, en Ísland ásamt hinum Norðurlöndnum og Litháen taka þátt í að leiða þjálfunarverkefni í sprengjuleit og eyðingu sem hófst í mars á þessu ári.

Þetta kemur fram í frétt á vef utanríkisráðuneytisins.

Þar segir: „Í tengslum við verkefnið hefur verið ákveðið að Ísland leggi til grunnbúnað fyrir þátttakendur að andvirði um 50 milljóna króna og nýtist við þjálfunina. Búnaðurinn verður fluttur til Úkraínu að loknu hverju námskeiði. Þar verður hann notaður við leit að jarðsprengjum og eyðingu.

Markmið verkefnisins er að gera úkraínska hernum betur kleift að finna ósprungnum sprengjum í Úkraínu og eyða þeim. Talið er að ósprungnar sprengjur af ýmsu tagi fyrirfinnist á allt að fimmtungi úkraínsks landssvæðis; landvæði sem er töluvert stærra en Ísland að flatarmáli.“

Sjá nánar hér.