Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur á undanförnum dögum heimsótt undirstofnanir ráðuneytisins ásamt starfsfólki ráðuneytisins.
Heimsótti hún nýlega höfuðstöðvar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu þar sem hún fékk kynningu á starfsemi embættisins og fór ásamt lögreglustjóra og öðrum starfsmönnum embættisins yfir áskoranir sem lögreglan stendur frammi fyrir. Sjá nánar hér.
Ráðherrann heimsótti einnig Landhelgisgæsluna í nýju flugskýli gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Þar fékk hún kynningu á starfseminni og helstu verkefnum. Eftir kynninguna skoðaði hún svo þyrlukost Landhelgisgæslunnar og heilsaði upp á áhöfn TF-SIF sem var að undirbúa eftirlitsflug um hafsvæðið umhverfis Ísland. Sjá nánar hér.
Þá heimsótti Guðrún nýverið embætti ríkislögreglustjóra í höfuðstöðvum embættisins. Þar tók ríkislögreglustjóri á móti ráðherra og fylgdarliði. Ráðherra fékk kynningu frá yfirmönnum embættisins á starfseminni og sýn embættisins á löggæslumálum. Sjá nánar hér.