Varist í von um betri framtíð

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra:

Á þeim tíma sem liðinn er frá því vinaþjóðir okk­ar í Eystra­salt­inu fengu á ný staðfest sjálf­stæði sitt í upp­hafi 10. ára­tug­ar síðustu ald­ar hef­ur orðið mögnuð og af­ger­andi um­bylt­ing á lífs­gæðum þar. Nú er lands­fram­leiðsla á mann þar hærri en í sum­um lönd­um í Vest­ur-Evr­ópu, lönd­um sem stóðu þeim langt­um fram­ar á þeim mæli­kv­arða fyr­ir þrjá­tíu árum; höfðu jafn­vel marg­falda lands­fram­leiðslu á mann um­fram Eystra­salts­rík­in.

Öll Eystra­saltslönd­in eru nú hluti af Atlants­hafs­banda­lag­inu og eru hluti af Evr­ópska efna­hags­svæðinu í gegn­um aðild sína að Evr­ópu­sam­band­inu. Saga þess­ara til­tölu­lega fá­mennu ríkja á síðustu ára­tug­um veit­ir ákaf­lega mik­inn inn­blást­ur þeim sem trúa því að mögu­legt sé að gera þannig grund­vall­ar­breyt­ing­ar á sam­fé­lög­um að það skili sér á minna en einni kyn­slóð í al­gjörri um­bylt­ingu í lífs­gæðum. Eins og nærri má geta þótti stjórn­völd­um í Moskvu allt ómögu­legt við þessa þróun; allt frá staðfest­ingu á sjálf­stæði ríkj­anna og til þátt­töku þeirra í vest­rænni sam­vinnu. Þegar Eystra­salts­rík­in gengu í banda­lagið árið 2004 var það sums staðar túlkað sem ögr­un við Rúss­land og vissu­lega heyrðist hljóð úr horni. Sem bet­ur fer létu banda­lags­rík­in þó ekki hræða sig til þess að hætta við að veita þeim aðild. Af­drátt­ar­laus stuðning­ur Íslands við metnað þess­ara ríkja á þeim tím­um þegar ýmis lönd voru meira vaklandi, hef­ur svo sann­ar­lega reynst vera afstaða sem við get­um verið stolt af.

Stór verk­efni og vanda­söm

Hin mikla um­bylt­ing í þeim ríkj­um sem áður voru und­ir hæl Sov­ét­ríkj­anna, en njóta þess nú að taka þátt í sam­vinnu vest­rænna ríkja, hef­ur vita­skuld ekki farið fram­hjá íbú­um í öðrum ríkj­um sem stjórn­völd í Moskvu hafa talið sig mega hafa af­skipti af. Í síðustu viku var haldið upp á af­mæli stjórn­ar­skrár Úkraínu og flutti for­seti Úkraínu við það tæki­færi ræðu í þing­inu um hvernig hann sér fyr­ir sér þróun lands­ins eft­ir að stríðinu lýk­ur.

Í mál­flutn­ingi hans hníg­ur allt að sama marki; að gera sam­fé­lagið í Úkraínu sam­keppn­is­hæft í alþjóðlegu til­liti. Hann legg­ur áherslu á að efla mennt­un, auka enskukunn­áttu, upp­ræta spill­ingu og koma upp og standa vörð um rétt­ar­ríki sem all­ir borg­ar­ar lands­ins geta treyst á.

Þetta eru stór verk­efni og vanda­söm í sam­fé­lagi þar sem spill­ing hef­ur verið land­læg í emb­ætt­is­manna­kerfi, viðskipta­lífi og meðal stjórn­mála­manna. Í stað sam­fé­lags geðþótta og klíku­skap­ar vilja stjórn­völd í Úkraínu byggja upp sam­fé­lag þar sem mann­líf og at­vinnu­starf­semi þarf ekki að lúta per­sónu­leg­um tikt­úr­um vald­hafa, svo lengi sem það er í sam­ræmi við lög.

Ný­leg­ar upp­lýs­ing­ar úr könn­un í Úkraínu sýndi fram á að næst­um 80% af Úkraínu­mönn­um þekkja per­sónu­lega til ein­hvers sem hef­ur fallið eða særst á víg­stöðvun­um við að verj­ast inn­rás Rússa. Þess­ar töl­ur sýna hvers lags hrika­legt áfall úkraínska þjóðin er að ganga í gegn­um. Af­leiðing­ar þess­ara hörm­unga munu vafa­laust hafa áhrif um langa hríð. Fyr­ir utan þá sem falla þá munu örkuml hrjá marga, svo ekki sé minnst á and­leg­ar af­leiðing­ar þess að upp­lifa þann hryll­ing sem stjórn­völd í Moskvu kjósa á degi hverj­um að halda áfram að láta rigna yfir úkraínsku þjóðina.

Framtíð Úkraínu get­ur verið glæst og björt

Það er nefni­lega ekki of oft end­ur­tekið sem úkraínsk stjórn­völd benda ít­rekað á; að Rúss­land get­ur hvenær sem er tekið ákvörðun um að stöðva stríðið með því að flytja herafla sinn af svæðum sem til­heyra öðru ríki. Ef Rúss­land læt­ur af stríðsrekstri sín­um þá lýk­ur stríðinu. Ef Úkraína hætt­ir að verj­ast þá er úti um Úkraínu.

Stjórn­völd í Kænug­arði hafa sýnt ótrú­legt bar­áttuþrek og seiglu. Meira að segja á upp­hafs­dög­um stríðsins, þegar nán­ast all­ir spáðu snemm­bún­um sigri Rússa, þá sátu stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn í loft­varna­byrgj­um og und­ir­bjuggu um­sókn­ir Úkraínu að Evr­ópu­sam­band­inu.

Þær fórn­ir sem nú er verið að færa á víg­vell­in­um eru færðar í þeirri von og vissu að Úkraínu standi op­inn sá kost­ur að feta sömu leið og vinaþjóðir okk­ar í Eystra­salt­inu; að þeim muni tak­ast að byggja upp sam­fé­lag þar sem fólk hef­ur sann­gjörn tæki­færi, þar sem lög og rétt­ur ríkja en ekki spillt­ar klík­ur.

Það er ekki til­vilj­un að Eystra­saltsþjóðirn­ar eru meðal þeirra sem standa allra fremst í stuðningi við varn­ar­bar­áttu Úkraínu. Íbúar þeirra vita mæta­vel hversu miklu máli skipt­ir að hafa bund­ist þétt­um bönd­um inn í ör­ygg­is­sam­starf og markaði Vest­ur­landa í upp­hafi ald­ar­inn­ar.

Margt á eft­ir að koma í ljós um þróun mála í Úkraínu og eng­inn veit hvaða stefnu hið hrylli­lega inn­rás­ar­stríð Rúss­lands mun taka. Það sem hins veg­ar blas­ir við er að með rétt­um ákvörðunum og í rétt­um fé­lags­skap get­ur framtíð Úkraínu verið bæði glæst og björt. Val­kost­irn­ir eru skýr­ir og úkraínska þjóðin berst fyr­ir betri framtíð gegn aft­ur­haldi, kúg­un og spill­ingu. Hvar sem Ísland get­ur lagt lóð á vog­ar­skál­ar rétts málstaðar í þeim efn­um eig­um við gera það.

Greinin birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 1. júlí 2023.