Til hvers að ræða frelsið?

Berg­lind Ósk Guðmunds­dótt­ir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins:

Til eru þeir sem telja aldrei tíma­bært að ræða frelsið. Í umræðu um frelsið felst að ræða rík­is­af­skipti í lífi okk­ar borg­ar­anna. Það er ekki aðeins hlut­verk stjórn­mála­manna að ræða mál­efni líðandi stund­ar. Stjórn­mál­in verða líka að snú­ast um hug­mynda­fræði og framtíðar­sýn.

Stærsta og erfiðasta verk­efnið fram und­an í stjórn­mál­um er vissu­lega verðbólg­an og efna­hags­um­hverfið. Það þýðir þó ekki að við eig­um ekki að þora að stíga fram með hug­mynd­ir að öðrum verk­efn­um sem geta skipt fjöl­marga ein­stak­linga miklu máli.

Á liðnum þing­vetri lagði ég fram mál sem lúta að frels­inu í okk­ar sam­fé­lagi, hvar ég tel ein­stak­lingn­um mega vera treyst af meiri mætti en nú. Hug­mynd­ir sem eiga ekki að kosta rík­is­sjóð fjár­muni, nokkuð sem ein­kenn­ir fæst þing­manna­mál.

Einka­rek­in heilsu­gæsla á Ak­ur­eyri

Fyrsta málið sem ég lagði fram var sú til­laga að önn­ur af þeim tveim­ur heilsu­gæsl­um sem opnaðar verða á Ak­ur­eyri verði boðin út. Þannig megi auka frelsi fag­stétta í heil­brigðis­kerf­inu til að velja sér starfs­vett­vang og auka frelsi íbú­anna til að velja sér þjón­ustu­veit­anda. All­ir eiga rétt á heil­brigðisþjón­ustu óháð rekstr­ar­formi og það er löngu tíma­bært að fjöl­breytt­ari rekstr­ar­form verði raun­in á lands­byggðinni eins og gef­ist hef­ur vel á höfuðborg­ar­svæðinu.

Lausa­sala lyfja

Þá lagði ég fram frum­varp til breyt­inga á lyfja­lög­um er miðar að því að heim­ila sölu lausa­sölu­lyfja í al­menn­um versl­un­um. Nú þegar heim­il­um við versl­un­um með til­tek­in fjar­lægðarmörk frá apó­teki að selja til­tek­in lausa­sölu­lyf.

Með því að víkka út und­anþágu­heim­ild til að selja til­tek­in lausa­sölu­lyf í al­menn­um versl­un­um væri með til­tölu­lega ein­föld­um hætti hægt að koma bet­ur til móts við þarf­ir neyt­enda, auka aðgengi, auka sam­keppni og lækka verð á lausa­sölu­lyfj­um.

Bar­dag­aíþrótt­ir

Mörg hundruð ein­stak­ling­ar á Íslandi iðka bar­dag­aíþrótt­ir. Kost­ir íþrótta og hreyf­ing­ar eru ótví­ræðir og því lagði ég fram frum­varp til að heim­ila skipu­lagðar keppn­ir í bar­dag­aíþrótt­um gegn leyf­is­veit­ingu frá hinu op­in­bera.

Í ljósi þess að flest vest­ræn ríki heim­ila þær bar­dag­aíþrótt­ir sem frum­varpið tek­ur til, m.a. Dan­mörk og Svíþjóð, er vand­séð að al­manna­hags­mun­ir á Íslandi krefj­ist þess að þær séu bannaðar, á meðan slík­ir al­manna­hags­mun­ir virðast al­mennt ekki fyr­ir hendi í öðrum ríkj­um. Mik­il­vægt er að stjórn­ar­skrár­var­in mann­rétt­indi borg­ar­anna, í þessu til­viki at­vinnu­frelsið, séu ekki tak­mörkuð frek­ar en þörf er á og ávallt sé leit­ast við að tryggja frelsi ein­stak­linga til at­hafna.

Sam­ræm­ing ald­urs­marka í lög­um

Víða í lög­um er að finna svo­kölluð ald­urs­mörk, þ.e. skil­yrði um að ein­stak­ling­ur hafi náð ákveðnum aldri áður en hann get­ur notið ákveðinna rétt­inda, öðlast ákveðin leyfi o.s.frv. Þá er einnig að finna efri ald­urs­mörk, þ.e. um há­marks­ald­ur ein­stak­linga svo að þeir geti öðlast ákveðin leyfi eða rétt­indi.

Jafn­an er nú miðað við 18 ára ald­ur, þ.e. sjálfræðis- og fjár­ræðis­ald­ur, þegar lög eru sett og ákveðið er að af­marka til­tek­in rétt­indi við lág­marks­ald­ur. Þetta hef­ur þó verið nokkuð á reiki í ár­anna rás og víða er miðað við ann­an og hærri ald­ur þegar sett eru skil­yrði fyr­ir rétt­ind­um, leyf­is­veit­ing­um o.s.frv. Því legg ég til að öll ald­urs­skil­yrði laga miðist við 18 ára ald­ur. Ekki verður séð hvaða rök standa til þess að lög­gjöf feli víða í sér handa­hófs­kennd ald­urs­mörk og áskilji til að mynda á ein­um stað að ein­stak­ling­ar verði að vera orðnir 25 ára til þess að full­nægja skil­yrðum laga en á öðrum þyki rétt að miða við 20 ára ald­ur, í stað þess að ein­fald­lega sé miðað við sjálfræðis­ald­ur í öll­um til­vik­um.

Útgáfa náms­gagna

Fyr­ir­huguð er tals­verð upp­stokk­un á stjórn­sýslu mennta­mála. Ráðherra lagði fram frum­varp til að setja á fót nýja stofn­un og leggja niður Mennta­mála­stofn­un á nýliðnu þingi. Með til­lög­unni átti ekki að breyta fyr­ir­komu­lagi á út­gáfu náms­gagna sem hef­ur staðið nán­ast óbreytt í hálfa öld.

Af þessu til­efni lagði ég fram breyt­ing­ar­til­lögu á frum­varpið sem miðaði að því að út­gáfa náms­gagna á grunn­skóla­stigi yrði færð al­menn­um bóka­út­gef­end­um. Mark­miðið með því er að auka fjöl­breyti­leika og ný­sköp­un við út­gáfu náms­gagna sem notuð eru við kennslu í leik-, grunn- og fram­halds­skól­um lands­ins, mæta breytt­um aðstæðum í ís­lensku sam­fé­lagi, gera al­menn­um bóka­út­gef­end­um kleift að hefja sam­keppn­is­rekst­ur um út­gáfu náms­gagna og færa fyr­ir­komu­lagið nær því sem tíðkast í lönd­un­um í kring­um okk­ur. Málið hlaut ekki af­greiðslu á þing­inu en í haust von­ast ég til þess að þessi sjón­ar­mið verði hluti af nýju frum­varpi.

Sam­fé­lag sem treyst­ir fólki

Það er svo oft með „litlu“ frels­is­mál­in að þau á end­an­um geta reynst sam­fé­lag­inu risa­stór. Hug­mynda­fræði Sjálf­stæðis­flokks­ins bygg­ist á þeirri grunn­hug­sjón að ein­stak­lingn­um sé best treyst fyr­ir sinni framtíð. Þess vegna hef ég lagt fram fram­an­greind mál til að ein­falda kerf­in, leysa úr fjötr­um krafta ein­stak­lings­fram­taks­ins og tak­marka ónauðsyn­legt tang­ar­hald rík­is­ins á verk­efn­um sem öðrum má vel treysta til að leysa.

Greinin birtist í Morgunblaðinu, 27. júní 2023.