Ísland er annað árið í röð í fyrsta flokki um mansal í nýjustu skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Bandarísk stjórnvöld gefa út árlega svokallaða TIP-skýrslu (Trafficking in Persons) til að bera saman mismunandi aðstæður varðandi mansal í ríkjum heims. Þar er ríkum raðað í fjóra flokka eftir því hvernig ríkin standa sig í baráttunni gegn mansali að mati bandarískra utanríkisráðuneytisins.
Skýrslan byggir á úttekt bandarískra stjórnvalda á öðrum ríkjum þar sem leitað er upplýsinga hjá félagasamtökum, einstaklingum, á vefnum og á svörum frá tilteknum stjórnvöldum. Íslensk stjórnvöld fá skýrsluna ekki til umsagnar áður en hún er birt. Ísland er nú annað árið í röð í fyrsta flokki og telur bandaríska utanríkisráðuneytið íslensk stjórnvöld þannig uppfylla að öllu leyti lágmarkskröfur þeirra til aðgerða til útrýmingar á mansali í heiminum.
Nánar má lesa um málið á vef stjórnarráðsins hér.