Sundurliðun á skattgreiðslum birt í þriðja sinn

„Þessu fylgir aukið gagnsæi, aðhald við nýtingu almannafjár og betri tilfinning fólks fyrir því hvað verður um peningana. Á næstu misserum mun ég leggja áherslu á að auka og bæta upplýsingagjöfina enn frekar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á facebook-síðu sinni nú verið þegar Skatturinn birti á www.skattur.is álagningarseðla skattskyldra aðila.

Nú þriðja árið í röð geta allir séð þar sundurliðað hvernig skattgreiðslur þeirra skiptast milli ríkis og sveitarfélags og hvernig greiðslur til ríkisins runnu í hvern málaflokk. Áhugavert er að skoða þessa skiptingu til að átta sig enn betur á því í hvað skattgreiðslur okkar allra fara, en þetta er liður í vinnu ráðherra að auknu gegnsæi á undanförnum árum.