Yfir 500 manns tóku þátt í leitinni

Yfir 500 manns tóku þátt í páskaeggjaleit félaga sjálfstæðismanna í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal og Sjálfstæðisfélag Kjalnesinga, í Gufunesi síðastliðinn sunnudag.

1000 páskaegg voru falin hér og þar um svæðið sem var vel merkt. Þá var til staðar föndurstöð þar sem gestir gátu málað á egg, blöð og föndrað og húla-keppni í þremur aldursflokkum þar sem páskaegg voru í verðlaun. Þetta mæltist vel fyrir. Sex stærri egg voru einnig falin og haldinn ratleikur fyrir gesti til að finna þau. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík létu sjá sig og ræddu við þátttakendur í leitinni, unga sem aldna.

Hér að neðan eru myndir frá því á sunnudag.