Mynd af althingi.is

Þrír í framboði til miðstjórnar í Suðurkjördæmi

Þrír gefa kost á sér í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á aðalfundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer á morgun 1. apríl á Hótel Selfoss. Framboðsfrestur rann út í gær. Kosið verður um 1 sæti í miðstjórn og 1 varasæti.

Frambjóðendur eru í stafrófsröð:

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um hvern frambjóðanda með því að smella á nöfn hvers og eins.

Kosningarétt eiga fulltrúar í kjördæmisráði. Öll sjálfstæðisfélög og fulltrúaráð kjördæmisins eiga rétt á að kjósa fulltrúa í ráðið. Sjálfkjörnir í ráðið eru; þingmenn flokksins í kjördæminu, aðalfulltrúar af D-listum í sveitarstjórnum í Suðurkjördæmi, formenn fulltrúaráða, stjórn kjördæmisráðs og formaður kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.