Um 100 manns mættu í páskabingó í Kópavogi

Um 100 manns sóttu páskabingóið Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi síðastliðinn sunnudag og var gaman að sjá allar fjölskyldurnar sem tóku þátt. Andri Steinn Hilmarsson bæjarfulltrúi, stóð sig frábærlega sem bingóstjóri þar sem hann útdeildi fjölda páskaeggja frá Freyju af öllum stærðum og gerðum. Sumir voru heppnari en aðrir en bingóstjórinn sá til þess að ekkert barn færi tómhent heim.