Sjálfstæðisfélag Hveragerðis heimsótti Valhöll og Alþingi síðastliðinn föstudag. Stjórn félagsins skipulagði ferðina og mættu á þriðja tug félagsmanna og fengu kynningu á starfi skrifstofu Sjálstæðisflokksins þar sem Sigurbjörn Ingimundarson aðstoðarframkvæmdastjóri og Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi tóku á móti hópnum.
Eftir heimsókina í Valhöll fór hópurinn á Alþingi og fengu þar kynningu á störfum þingsins og þingflokks Sjálfstæðisflokksins þar sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis, Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti í Suðurkjördæmi, Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Friðriksson þingmaður Suðurkjördæmis og Birgir Ármannsson þingmaður Suðurkjördæmis tóku á móti hópnum.