Til fundar við fólk um land allt

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins:

Í dag held­ur þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins til fund­ar við lands­menn. Fimmta árið í röð fer þing­flokk­ur­inn í hring­ferð og hitt­ir fólk í sinni heima­byggð, á stór­um jafnt sem smá­um fund­um á vinnu­stöðum, fé­lags­heim­il­um og í heima­hús­um um land allt.

Við erum afar stolt af þessu fram­taki. Eng­inn ann­ar þing­flokk­ur get­ur státað af því að fara í heild sinni til fund­ar við fólkið í land­inu, ekki bara fyr­ir kosn­ing­ar – held­ur ár hvert. Flokk­ur­inn sýn­ir það í verki að hann hef­ur allt frá stofn­un verið flokk­ur allr­ar þjóðar­inn­ar, allra stétta og allra lands­hluta og þannig verður hann áfram.

Hring­ferðirn­ar eru gef­andi fyr­ir þing­menn og starfs­fólk flokks­ins og hópn­um vel tekið hvar sem hann kem­ur. Það er enda ómet­an­legt að eiga beint og milliliðalaust sam­tal við fólk í sinni heima­byggð og skilja þannig hvað brenn­ur á íbú­um á hverj­um stað. Með þessu náum við jafn­framt enn betri tengsl­um við sveit­ar­stjórn­ar­fólk og trúnaðar­menn flokks­ins vítt og breitt um landið. Við þing­menn og ráðherr­ar erum í vinnu fyr­ir lands­menn, ekki öf­ugt, og okk­ur geng­ur best að rækja það starf þegar við heyr­um beint frá fólki hvað skipt­ir það mestu máli. Það skipt­ir ekki síst máli nú á tím­um stöðugt hraðari sam­skipta, að setj­ast niður með kaffi­bolla og ræða við fólk, aug­liti til aug­lit­is.

Í fyrstu lotu hring­ferðar næstu vik­una hefj­um við ferðalagið í Reykja­vík, heim­sækj­um Vest­ur­land og keyr­um svo hring­veg­inn norður og aust­ur fyr­ir í einni lotu. Í apríl höld­um við svo í seinni lot­una, þar sem við heim­sækj­um Vest­f­irði, Vest­manna­eyj­ar og höfuðborg­ar­svæðið.

Við hlökk­um til ferðar­inn­ar fram und­an og von­um að sem flest­ir sjái sér fært að koma til móts við okk­ur ein­hvers staðar á leiðinni, en dag­skrá ferðar­inn­ar má nálg­ast á xd.is. Þannig styrkj­um við tengsl­in og bæt­um um leið störf okk­ar sem kjör­in höf­um verið til starfa á Alþingi í þágu sjálf­stæðis­stefn­unn­ar.

Sjá­umst í hring­ferð Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. febrúar 2023.