Ný stjórn Sjálfstæðisfélags Hveragerðis

Þann 7. febrúar síðastliðinn fór fram aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði og mættu hátt í 40 manns á fundinn. Kristinn Kristjánsson stjórnaði fundi og Thelma Rós ritaði fundargerð.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Kristján Á. Gunnarsson, varaformaður félagsins, gerði grein fyrir störfum stjórnar og félagsins, tvær lagabreytingar lágu fyrir og voru þær báðar samþykktar samhljóða. Meðal lagabreytinga var fjölgun á stjórnarmeðlimum í stjórn félagsins úr 5 í 7 og varamönnum í stjórn var fjölgað úr 2 í 3. Þá var einnig samþykkt að bæta við blaðastjórn sem mun sjá um útgáfu Bláhvers og einnig sett í lög félagsins reglur um hússtjórn. Kosið var í fulltrúaráð og kjördæmisráð.

Ingibjörg Zoëga var endurkjörin formaður félagsins og aðrir í stjórn voru kjörin Kristján Á. Gunnarsson, Geir Guðjósson, Thelma Rós Kristinsdóttir, Hanna Lovisa Olsen, Lilja Björg Kjartansdóttir og Sighvatur Fannar Nathanaelsson. Í varastjórn voru kjörin Jón Aron Sigmundsson, Nína Margrét Pálmadóttir og Birkir Sveinsson. Þá var Laufeyju Sif Lárusdóttir þakkað fyrir hennar störf í þágu félagsins, en hún ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins.

Í lok fundar fluttu Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti D-listans í Hveragerði ávörp.

Sjá nánar hér.