Stór verkefni bíða á Alþingi

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Úti er kalt en dag­inn er a.m.k. farið að lengja. Alþingi er tekið aft­ur til starfa og viðfangs­efni þing­vetr­ar­ins eru marg­vís­leg. Mig lang­ar þó að draga fram tvö stór verk­efni sem bíða okk­ar þing­manna og brýnt að við leys­um fljótt og far­sæl­lega.

Í fyrsta lagi hef­ur for­sæt­is­ráðherra lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar um breyt­ingu á þjóðarör­ygg­is­stefnu og er hún nú í meðför­um þings­ins, en gild­andi stefna var samþykkt árið 2016. Við end­ur­skoðun henn­ar er mik­il­vægt að stíga fast til jarðar varðandi ör­yggi þjóðar­inn­ar við gjör­breytt­ar aðstæður. Breyt­ing­arn­ar lit­ast auðvitað af stríðinu sem nú geis­ar í okk­ar heims­hluta; stríði sem virðist ekki ætla að ljúka í bráð. Það kem­ur enda fram í ný­legri skýrslu þjóðarör­ygg­is­ráðs að hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands hafi auk­ist og for­sæt­is­ráðherra hef­ur ít­rekað ávarpað breyt­ing­ar í ör­ygg­is­mál­um á heimsvísu. Þetta er því síður en svo laun­ung­ar­mál. Við búum sem bet­ur fer að þeim breyt­ing­um sem Sjálf­stæðis­menn hafa leitt í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu með stór­auk­inni áherslu á varn­ar­mál og sömu­leiðis hafa fram­lög til ör­ygg­is- og varn­ar­mála auk­ist veru­lega. En bet­ur má ef duga skal og við þing­menn ætt­um að spýta í lóf­ana.

Í öðru lagi hef­ur frum­varp dóms­málaráðherra um breyt­ingu á lög­um um út­lend­inga farið í gegn­um fyrstu umræðu á þing­inu. Meg­in­breyt­ing­in sem frum­varpið fel­ur í sér er minnkuð fé­lags­leg þjón­usta við um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið end­an­lega synj­un við um­sókn sinni. Það get­ur ekki verið eðli­leg krafa og hvað þá niðurstaða að fólk geti ferðast hingað og fengið hús­næði, fram­færslu og önn­ur fé­lags­leg rétt­indi í lengri tíma eft­ir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd á tveim­ur stjórn­sýslu­stig­um. Það er jafn­vel svo að fólk get­ur tafið eig­in brott­vís­un þegar ákvörðun um hana ligg­ur fyr­ir, mánuðum og jafn­vel árum sam­an án þess að það hafi nokk­ur áhrif á rétt viðkom­andi til hús­næðis eða fram­færslu frá ís­lenska rík­inu. Þetta er mjög óeðli­legt að mínu mati.

Við eig­um að leggja áherslu á að aðstoða fólk sem er raun­veru­lega á flótta und­an stríðsátök­um og of­sókn­um, en til þess að við get­um gert það vel er nauðsyn­legt að styrkja út­lend­inga­lög­gjöf­ina og skjóta þannig hlífiskildi fyr­ir vernd­ar­kerfið. Því miður er þar af nógu af taka, en aldrei hafa fleiri verið á flótta í heim­in­um en í dag. Þar eig­um við ekki að skor­ast und­an ábyrgð, en við breyt­ing­ar og end­ur­skoðun á lagaum­hverfi okk­ar hljót­um við eins og svo oft að líta til reynslu og aðgerða ná­grannaþjóða okk­ar. Frum­varpið er þannig skref í átt að því að færa kerfið okk­ar nær því sem ger­ist hjá þeim. Þannig nýt­um við fjár­mun­ina sem best handa þeim sem mest þurfa á að halda.

Ég hlakka til að eiga góðar og gagn­leg­ar umræður um þessi mik­il­vægu mál við þing­menn. Að svo búnu er mik­il­vægt að mál­in verði til lykta leidd.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. janúar 2023.