Glæsilegt tölublað Fylkis í Vestmannaeyjum

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum gáfu nýverið út 5. tölublað Fylkis árið 2022 út en í fyrra var blaðið gefið út 74. árið í röð.

Blaðið er glæsilegt að vanda og fullt af góðu efni. Meðal efnis er viðtal Gísla Pálssonar frá Bólstað við Óskar í Höfðanum, grein Ívars Atlasonar um Gjábakka og Gjábakkafólkið, grein Gísla Stefánssonar um 90 ára afmæli Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja, ítarlegt viðtal Helga Bernódussonar við Guðlaugu Runólfsdóttur, greinar Andreu Þormar og Helga Bernódussonar um Gunnar Ólafsson á Tanganum, fjölskyldu og atvinnurekstur, viðtal Ómars Garðarssonar við Hörð Baldvinsson og grein Helga í Borgarhól um Þorstein Jónsson bónda og alþingismann í Nýjabæ og legstein hans. Loks Þátturinn Látnir kvaddir um fólk sem búið hefur í Eyjum í lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni og látist hefur á árinu. Ritstjóri Fylkis er sem fyrr Arnar Sigurmundsson.

Nálgast má vetútgáfu af blaðinu hér.