Bannað að ræða Ljósleiðara OR í borgarstjórn

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Ljós­leiðar­inn ehf., dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR), hef­ur und­ir­ritað samn­ing um kaup á stofnn­eti fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sýn­ar sem og tíu ára þjón­ustu­samn­ing milli fyr­ir­tækj­anna. Um­samið kaup­verð nem­ur um þrem­ur millj­örðum króna og er vænt­ur sölu­hagnaður Sýn­ar vegna viðskipt­anna rúm­ir tveir millj­arðar króna. Ekki hef­ur verið upp­lýst um verðmæti þjón­ustu­samn­ings­ins.

Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér nokk­urra millj­arða króna viðbót­ar­skuld­setn­ingu Ljós­leiðarans og þar með OR-sam­stæðunn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar.

Um er að ræða afar stór­an viðskipta­samn­ing, senni­lega einn hinn stærsta sem gerður hef­ur verið á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Viðskipta­samn­ing­ur þessi átti sér lang­an aðdrag­anda en til­kynnt var op­in­ber­lega um einkaviðræður milli fé­lag­anna 5. sept­em­ber sl.

Áhættu­fjár­fest­ing utan starfs­svæðis OR

Ljóst er að um­rædd­ur viðskipta­samn­ing­ur er mik­ils hátt­ar og um margt óvenju­leg­ur. Um er að ræða margra millj­arða króna áhættu­fjár­fest­ingu utan skil­greinds starfs­svæðis Orku­veit­unn­ar. Eðli­legt hefði verið að fram færi umræða á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar um slík­an viðskipta­samn­ing og þá stefnu­breyt­ingu sem hann hef­ur í för með sér fyr­ir OR og Reykja­vík­ur­borg.

Stjórn­end­ur Ljós­leiðarans segja að mark­mið viðskipt­anna sé að byggja upp nýj­an lands­hring fjar­skipta. Ljós­leiðar­inn (áður gagna­veit­an, þar áður Lína.net) er stund­um nefnd­ur „fimmta veita“ Orku­veit­unn­ar. Dett­ur ein­hverj­um í hug að hægt væri að ákveða að ein­hver önn­ur veita OR (frá­veit­an, hita­veit­an, raf­magnsveit­an eða vatns­veit­an) færi í slíka upp­bygg­ingu hring­inn um landið án und­an­geng­inn­ar kynn­ing­ar og samþykkt­ar í borg­ar­stjórn?

Umræðubann mark­ar tíma­mót í borg­ar­stjórn

Við borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fór­um fram á umræðu í borg­ar­stjórn um mál­efni Ljós­leiðarans 20. des­em­ber sl. Full­trú­ar meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Pírata og Viðreisn­ar bönnuðu hins veg­ar að málið yrði sett á dag­skrá. Við óskuðum aft­ur eft­ir því að málið yrði sett á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar 3. janú­ar en full­trú­ar áður­nefndra flokka kusu að halda umræðubann­inu til streitu.

Með slíku umræðubanni hafa orðið ákveðin tíma­mót í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Aldrei áður hef­ur verið brotið gegn þeim rétti borg­ar­full­trúa að setja lög­lega fram borið mál á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar. Með slíku banni ger­ist meiri­hlut­inn sek­ur um valdníðslu og ein­ok­un­ar­til­b­urði.

Slíkt bann er gróft brot á ákvæðum 27. grein­ar sveit­ar­stjórn­ar­laga og 34. gr. samþykkt­ar um stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar og fund­ar­sköp borg­ar­stjórn­ar. En þar er skýrt kveðið á um að borg­ar­full­trúi eigi rétt á að tekið verði á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar hvert það mál­efni, sem varðar hags­muni sveit­ar­fé­lags­ins eða verk­efni þess.

Full­trú­ar meiri­hluta­flokk­anna hafa borið því við að ekki sé hægt að ræða þenn­an stóra viðskipta­samn­ing í söl­um borg­ar­stjórn­ar þar sem mál­efni Ljós­leiðarans séu mjög viðkvæm og bund­in trúnaði. Rétt er að benda á að sveit­ar­stjórn­ar­lög heim­ila að ein­stök trúnaðar­mál skuli rædd fyr­ir lukt­um dyr­um í borg­ar­stjórn. Meir­hlut­inn hefði getað farið fram á slíkt en kaus þess í stað að banna umræðuna með öllu.

Samn­ingaviðræður milli Ljós­leiðarans og Sýn­ar áttu sér stað á rúm­lega þriggja mánaða tíma­bili og á þeim tíma komu fram marg­vís­leg­ar upp­lýs­ing­ar í fjöl­miðlum um vænt­an­legt sam­starf þeirra, ekki síst með op­in­ber­um til­kynn­ing­um. Auðvelt hefði verið að taka póli­tíska umræðu um málið í borg­ar­stjórn á grund­velli þeirra op­in­beru upp­lýs­inga án þess að nokkr­um trúnaðar­upp­lýs­ing­um væri ljóstrað upp.

Laumu­spil og leynd­ar­hyggja

Meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar kýs laumu­spil og leynd­ar­hyggju vegna um­ræddra viðskipta. Og skirrist ekki við að brjóta lög til að koma í veg fyr­ir umræðu um málið í borg­ar­stjórn.

Til­gang­ur­inn er sá að koma í veg fyr­ir óþægi­lega umræðu um stór­fellda lán­töku Ljós­leiðarans og áhrif henn­ar á fjár­hags­áætlan­ir OR og Reykja­vík­ur­borg­ar. Þá er ljóst að borg­ar­stjóri og aðrir borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans vilja firra sig ábyrgð á mál­inu en varpa henni þess í stað á stjórn OR eft­ir því sem kost­ur er.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 5. janúar 2023.